Skilvirk öndun er öllum mikilvæg. Það er mikilvægt að geta dregið andann, djúpt og alla leið ofan í maga. Súrefni er eitt helsta og mikilvægasta frumefni líkamans. Fimmta áskorunin og jafnframt áskorun dagsins er að draga andann djúpt inn í eigin tilvist.
„Það að velja það að draga andann 24.000 sinnum á sólarhring viljandi í vitund er gríðarlega mögnuð æfing,“ segir Guðni Gunnarsson. „Öndunin er lífið.“
Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga-setrinu býður upp á 14 daga ferðalag í átt að betri líðan. Taktu þátt og byrjaðu á því að skoða andardráttinn. Er hann hægur, djúpur, grunnur? Það er ekki hægt að anda vitlaust en það er hægt að anda misvel.