Hreyfing er hluti af áskorun dagsins. Guðni Gunnarsson, eigandi Rope Yoga-setursins, hvetur þig til að huga að hreyfingu og útiveru. Reglulegar gönguferðir geta gert kraftaverk. Að ganga í vitund, án alls áreitis, er æfing.
„Ein öflugasta líkamsrækt sem ég veit um er einmitt ganga. Það er talað um að 30% úr næringunni eigi að koma úr útiveru,“ segir Guðni.
Hreyfing felst í áskorun dagsins en Guðni hvetur þig til að fara í gönguferðir án þess að vera með hlaðvarpsþátt eða tónlist í eyrunum.
Taktu þátt í 14 daga ferðalagi í átt að farsæld í boði Guðna Gunnarssonar. Gakktu með sjálfum/ri þér og veittu því athygli hvað er að gerast á meðan á göngunni stendur. Reyndu að skynja fótmálið og andardrátt þinn. Þannig getur þú aukið skilning þinn á tilganginum.