Lenu langar í rafbíl en Margréti dreymir um bensínþambandi jeppa

Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir stýra hlaðvarpinu Ekkert rusl.
Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir stýra hlaðvarpinu Ekkert rusl.

Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir halda úti hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl. Í nýjasta þættinum ræða þær um rafbílavæðinguna. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju segja frá þeirri þróun sem er ansi hröð í framleiðslu rafbíla.

Lena ætlar að kaupa sér rafbíl og Margrét er enn að hugsa málið því uppáhaldsbíllinn hennar er bensínþambandi jeppi sem hana hefur dreymt um að eignast. Skottið á honum gæti örugglega geymt trommurnar hennar þegar hún fer að túra.

Sérfræðingarnir eru sannfærðir um að Íslendingar þurfi ekki að virkja meira þó öll þjóðin myndi kaupa sér rafbíl. Rafhleðslur má nýta betur og það að hlaða bílana á næturnar er langbesta ráðið. 

Runólfur segir að það sé alveg sama hvernig við reiknum þetta. Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á kolefnisspori rafbíla að það er alltaf umhverfisvænna að vera á rafbíl.  Allir spyrja „hvað um rafhlöðuna, hvað verður um hana?

Þá er mikil þróun í notkun á endurunnu plasti í framleiðslu bíla en framtíðarsýnin er sú að bílar verði Vegna í framtíðinni. Til að mynda er byrjað að nota endurunnin fiskinet í mælaborð að sögn Jóns Trausta. Þá má taka fram að allar verksmiðjur Mercedes Bens eru keyrðar á 100% endurnýtanlegri orku frá 2022. Jón Trausti og Runólfur spá því að stórstígar framfarir séu í framleiðslu rafbíla og eftir 2-3 ár verði rafmagnsbílar umtalsvert ódýrari en þeir eru í dag.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Jón Trausti Ólafsson og Runólfur Ólafsson.
Jón Trausti Ólafsson og Runólfur Ólafsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda