„Enginn veit hversu langan tíma ég á eftir“

Deborah James hefur sýnt ótrúlegan styrk í gegnum veikindi sín.
Deborah James hefur sýnt ótrúlegan styrk í gegnum veikindi sín. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlakonan Deborah James birti átakanlega færslu á Instagram þar sem hún sendi aðdáendum sínum hinstu kveðju.

James hefur barist við krabbamein í ristli frá árinu 2016 en í tilfinningaþrunginni færslunni sagði hún að líkami hennar væri nú að gefast upp og óvíst væri hversu marga daga hún ætti eftir á lífi. 

„Skilaboðin sem ég ætlaði mér aldrei að skrifa. Við höfum reynt allt en líkaminn minn er einfaldlega hættur að spila boltanum rétt,“ sagði James sem hefur verið flutt af sjúkrahúsi og fengið heimahjúkrunarþjónustu þess í stað til að geta verið umkringd sínu nánast fólki í sínu nærumhverfi. Deborah James er gift Sebastien Bowen og saman eiga þau tvö börn á táningsaldri, Hugo og Eloise.

Krabbameinið á lokastigi

„Aðal áherslan er sú að ég finni ekki fyrir miklum sársauka og geti eytt tímanum með stórkostlegu fjölskyldunni minni. Enginn veit hversu langan tíma ég á eftir,“ sagði hún og viðurkenndi að hafa verið sárþjáð í langan tíma. Þá eigi hún erfitt með gang og sofi af sér flesta daga. 

„Ég veit að það hefur allt verið reynt. Þrátt fyrir krabbameinslyf og meðferðir og allar helstu töfrabyltingar þá getur líkami minn bara ekki haldið áfram lengur.“

Aðdáendur James eru margir yfirkomnir af sorg miðað við skilaboðin sem hafa borist undir færslunni. James, sem er aðeins 40 ára gömul, hefur snert líf margra síðustu ár með því að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með þeim djúpu dölum sem krabbameinið hafa dregið hana í. Hefur hún verið heiðarleg og opinská með veikindi sín og tekist á við þau af mikilli seiglu, styrk og með einstökum hætti að mati flestra.

„Núna snýst þetta allt um að taka einn dag í einu, skref fyrir skref og vera þakklátur fyrir hverja sólarupprás. Öll fjölskyldan mín er í kringum mig og við munum dansa í gegnum þetta saman,“ sagði James ásamt því að þakka aðdáendum sínum og samferðafólki í gegnum tíðina fyrir allt yfirstaðið. 

„Engin eftirsjá. Njótið lífsins,“ sagði Deborah James í lok færslunnar en þau orð er sennilega aldrei of seint að tileinka sér í lífinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Deborah James (@bowelbabe)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda