Leikkonan Hayden Panettiere opnaði sig á dögunum í fyrsta sinn um leynilega baráttu sína við fíkniefnaneyslu, en hún var háð ópíóða lyfjum og áfengi í mörg ár. Hún segir neysluna næstum því hafa kostað hana bæði lífið og ferilinn. „Ég var í hringrás sjálfseyðingar. Það var bara þessi grái litur í lífinu,“ sagði leikkonan.
Panettiere skaust snemma upp á stjörnuhimininn, en hún var aðeins 11 ára gömul þegar hún fór með hlutverk í sápuóperunni Remember the Titans. Í viðtali við People sagist hún hafa verið 15 ára gömul þegar henni var fyrst boðið „hamingjupillur“ áður en hún gekk rauða dregilinn.
„Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri óviðeigandi hlutur, né hvaða dyr myndu opnast fyrir mér þegar kemur að fíkn minni,“ sagði hún.
Á hápunkti ferilsins var Panettiere djúpt sokkin í áfengis- og ópíóðamneyslu. „Bjargráðið mitt var að ég gat ekki verið sóðaleg á tökustað í vinnunni. En hlutirnir fóru alltaf úr böndunum fyrir utan tökurnar.“ Með árunum ágerðist drykkjan þar til hún var lögð inn á sjúkrahús. „Læknarnir sögðu mér að lifrin væri að gefa sig.“
Á síðasta ári leitaði hún sér hjálpar, en vegferðin að edrúmennskunni og hamingjunni hefur þó ekki verið auðveld. „Ég lagði mikla vinnu í sjálfa mig og þurfti að vera tilbúin í að vera ótrúlega heiðarleg.“
Panettiere hefur ekki átt sjö dagana sæla, en að auki fíkninnar glímdi hún við mikið fæðingarþunglyndi árið 2014 eftir að dóttir hennar og fyrrverandi unnusta hennar, Wladimir Klitschko kom í heiminn.
Þar að auki lenti hún í skelfilegu heimilisofbeldi og var þáverandi kærasti hennar, Brian Hickerson þrívegis handtekinn og endaði í 45 daga fangelsi fyrir fjölda ofbeldisbrota.