Segir snjallúr slæm fyrir fólk með heilsukvíða

Gunnlaugur Pétursson, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, telur að snjallúr geti haft neikvæð áhrif á einstaklinga með heilsukvíða. Heilsukvíði felur í sér hugarástand einstaklings sem hefur ofsafengnar áhyggjur af eigin heilsufari og óttast það verulega að vera með alvarlega og lífshættulega sjúkdóma. Hugsanir sem þessar leiða til kvíðaástands og telur Gunnlaugur að tölulegar upplýsingar um heilsufar sem fást í gegnum snjallúr dragi síður en svo úr kvíðanum.   

„Fólk er oft að eyða mjög miklum tíma og er oft fast í þessum vítahring að vera að fylgjast með sér, finna út úr, þreifa, skoða og úrin eru kannski svona framlenging á því. Þessi úr í dag segja þér allt um það hvernig þú ert að sofa, hjartsláttinn, ef eitthvað gerist þá pípir þetta jafnvel á þig,“ útskýrði Gunnlaugur en Berglind Guðmundsdóttur, einn af þáttastjórnendum Dagmála ræddi við hann um allt það helsta sem snýr að heilsukvíða.

„Ég hef hitt marga og þetta er orðinn stór hluti af þeirra vanda,“ segir Gunnlaugur um áhrif snjallúra á einstaklinga með heilsukvíða. 

Kviksyndi sem fólk festist í

Gunnlaugur telur að mæta þurfi einstaklingum með heilsukvíða af skilningi og nærgætni. Kvíðaraskanir á borð við heilsukvíða sé mikilvægt að meðhöndla á ákveðinn hátt með aðstoð fagaðila sem hefur sérþekkingu á röskuninni.

„Heilsukvíði er vítahringur eða svona kviksyndi sem fólk lendir í og festist í. Það byrjar með því að fólk verður mjög upptekið af og fær áhyggjur af að það sé með sjúkdóm eða muni fá sjúkdóm og þessar hugsanir valda kvíða. Fólk bregst síðan við á hátt sem fer að viðhalda kvíðanum,“ lýsti Gunnlaugur.

Í spilaranum hér að ofan má sjá brot úr viðtali Berglindar Guðmundsdóttur við Gunnlaug Pétursson en þáttinn í heild sinni má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda