Apríl nýr framkvæmdastjóri Sóla

Apríl Harpa Smáradóttir er nýr framkvæmdastjóri Sóla.
Apríl Harpa Smáradóttir er nýr framkvæmdastjóri Sóla.

Félagið Invester ehf. í eigu Gunnars Henriks B. Gunnarssonar hefur fest kaup á jógastöðinni Sólir á Fiskislóð. Samhliða kaupunum hefur Apríl Harpa Smáradóttir verið ráðin sem framkvæmdastjóri félagsins. 

Sólir eru til húsa á Fiskislóð 53-55 en stöðin var áður í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur.

„Hugmyndafræði jóga mun alltaf vera rauði þráðurinn í Sólum en þó er köllun til þess að innleiða breiðara úrval af tímum sem stuðlar að heildrænni heilsurækt. Því má búast við skemmtilegum nýjungum bæði í viðburðum og stundatöflu en einnig í rýminu sjálfu,“ segir Apríl Harpa.

Jógakennarinn og athafnakonan Apríl Harpa hefur gert það gott úti í hinum stóra heimi undanfarin ár en hún flutti sérstaklega heim til Íslands til þess að taka við lyklunum að Sólum.

Sjálf hefur Apríl Harpa menntað sig í heilsumannfræði við Háskóla Íslands og sem jógakennari í Indlandi og víðar. Apríl Harpa hyggur á að skapa rými fyrir fólk sem vill vaxa og slaka á í umhverfi sem nærir og veitir innblástur.

Íslenska jóga senan er í stöðugum vexti en jógastöðvar má nú finna um allt land. Í Sólum má finna fjölbreytt úrval jóga tíma sem, pílates tíma og kuldaþerapíur. Auk þess er boðið upp á rafrænt jóga beint heim í stofu með myndböndum og fræðslupökkum.

Einnig býður Sólir upp á viðurkennt jógakennaranám fyrir þá sem langar að verða jógakennarar og ýmsan varning sem hjálpar iðkendum við að ná sem mestu út úr jóga. Einnig má nefna að seinna í haust má finna infrarauða saunur og saunutunnur í rými stöðvarinnar.

„Við erum mjög spennt að fá að vinna með jafn hæfileikaríkri manneskju og Apríl Harpa er og hlökkum til þess að hjálpa íslenskri jóga senu að halda áfram að blómstra. Einnig langar okkur að þakka Sólveigu fyrir það magnaða verk sem hún hefur skapað með Sólum og er það mikill heiður að fá þetta tækifæri til þess að leiða sýnina áfram,“ segir Gunnar Henrik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda