Þess vegna eru fingurnir feitir

Netverjar hafa mikið rætt um fingur Karls kóngs undanfarna daga.
Netverjar hafa mikið rætt um fingur Karls kóngs undanfarna daga. AFP

Mikil umræða hefur spunnist í netheimum um fingur Karls III Bretakonungs. Mynd hefur gengið um samfélagsmiðla sem sýnir nokkuð digra fingur konungs. Margir hafa þar af leiðandi dregið í efa heilsu hans til þess að gegna embættinu enda orðinn 73 ára gamall.

Bjúgur er líklegasta skýringin segja læknar.

„Bjúgur lýsir sér sem vökvasöfnun í útlimum, oftast í fótum og ökklum en líka stundum í fingrum sem fær þá til þess að bólgna,“ segir Gareth Nye læknir í viðtali við Daily Star. „Bjúgur er mjög algengur meðal fólks sem komið er yfir sextugt. Til þess að sjá hvort þetta sé raunin þá ætti maður að þrýsta á svæðið í um það bil 15 sekúndur og þá ætti að vera far eftir á svæðinu.“

Þá getur gigt einnig verið útskýringin.

„Gigt hrjáir oft hendur og fingurnir verða stífir, bólgnir og liðir sársaukafullir. Þó að til séu lyf sem minnka sársaukann þá geta bólgurnar varað lengi.“

Enn aðrar útskýringar gætu verið mikið salt í matnum, og örsjaldan geta ákveðin lyf haft þetta sem aukaverkun eins og til dæmis háþrýstingslyf eða steralyf.

Læknirinn bendur á að bólgnir fingur séu ekki mikið til að hafa áhyggjur yfir og líklegasta útskýringin er bara aldur kóngsins.



Hendur Karls þykja frekar þrútnar.
Hendur Karls þykja frekar þrútnar. AFP
Aldurinn er farinn að færast yfir Karl konung.
Aldurinn er farinn að færast yfir Karl konung. AFP
Það geta ekki allir státað af löngum og grönnum fingrum.
Það geta ekki allir státað af löngum og grönnum fingrum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda