Um milljón kvenna hættu í vinnunni vegna breytingaskeiðs

Sigfríð Eik Arnardóttir næringaþerapisti hjá Seika.is.
Sigfríð Eik Arnardóttir næringaþerapisti hjá Seika.is.

„Október mánuður er tileinkaður breytingaskeiði og er tilgangurinn að vekja athygli á þessu tímabili í lífi kvenna. Þemað í ár er heilaþoka og minnisleysi. Breytingar á kvenhormónum gerist ekki yfir eina nótt og það getur verið erfitt að átta sig á hvenær kona byrjar á breytingaskeiði. Á þessu tímabili sveiflast hormónin og konur upplifa ýmis líkamleg og andleg einkenni, jafnvel mörgum árum áður en þær hætta á blæðingum,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir næringarþerapisti hjá Seika.is í sínum nýjasta pistli: 

Einkenni geta komið og farið jafnharðan, eru mismunandi að lengd og alvarleika. Þrjár af hverjum fjórum konum upplifa hitakóf en önnur algeng einkenni eru nætursviti, svefnvandamál, þyngdaraukning, þurrkur í leggöngum, liðverkir, skapsveiflur, kvíði og þunglyndi. Reyndar hafa 34 einkenni verið skráð í heildina.  

Könnun sem var gerð í Bretlandi árið 2019 leiddi í ljós að þrjár af hverjum fimm konum á aldrinum 45 til 55 ára urðu fyrir neikvæðum áhrifum í starfi og tæp ein milljón kvenna hættu störfum vegna vanlíðan út frá kvillum breytingaskeiðs. Margar konur á þessum aldri eru í stjórnunarstörfum og því má leiða líkur að brotthvarf þeirra dragi úr fjölbreytileika stjórnenda eftir fimmtugt. 

Hvernig getur næring og lífsstíll hjálpað?

Á breytingaskeiði er mikilvægt að huga að réttri næringu og heilsusamlegum lífsstíl. Lykillinn er fólginn í því að hjálpa líkamanum að aðlagast nýju lífsskeiði og því fyrr sem konur byrja, því betur verða þær í stakk búnar að takast á við breytingaskeiðið. 

Því miður þá borða margar konur ekki rétta fæðu sem hjálpar til við að koma jafnvægi á hormónin. Við þurfum nægjanlegt prótein til að framleiða og flytja hormónin á rétta staði, vítamín og steinefni til að hormónin brotni niður, góða fitu til að hjálpa þeim að gera sitt gagn og andoxunarefni og plöntunæringarefni til að vernda þau, sem og flókin kolvetni, trefjar og nægjanlega mikið af vatni til að afeitra og hreinsa út þau hormón sem hafa gert skildu sína.

Með því að huga að fæðunni og hollum lífsstíl getur þú gert þín hormón hamingjusöm og upplifað betri líðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál