Milli heims og helju í nokkrar vikur

Matthew Perry lá í dái í tvær vikur.
Matthew Perry lá í dái í tvær vikur. AFP

Leik­ar­inn Matt­hew Perry seg­ir að þegar hann var lagður inn á sjúkra­hús fyr­ir nokkr­um árum eft­ir að hafa mis­notað áfengi og fíkni­efni hafi lækn­ar gefið hon­um 2% lífs­lík­ur. Perry hef­ur bar­ist við fíkn alla sína ævi en hann er þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa farið með hlut­verk Chandler Bing í þátt­un­um Friends frá 1994 til 2004. 

Perry opn­ar sig í nýrri sjálfsævi­sögu, Friends, lovers and the Big Terri­ble Thing, sem kem­ur út hinn 1. nóv­em­ber næst­kom­andi. Í viðtali við People seg­ist hann loks­ins vera kom­inn á þann stað að hann geti deilt sann­leik­an­um um líf sitt. 

„Ég vildi deila þessu þegar ég var ör­ugg­ur frá því að lenda ekki á röngu hlið lífs­ins aft­ur,“ sagði Perry í viðtal­inu. 

Lá í dái í tvær vik­ur

Perry var lagður inn á spít­ala fyr­ir fjór­um árum, þegar hann var 49 ára gam­alll. Ristill­inn hans sprakk eft­ir mis­notk­un ópíóða-verkjalyfja. Var hann milli heims og helju í nokkr­ar vik­ur, þar af tvær í dái. 

Lá hann inni á spít­ala í fimm mánuði og þurfti að not­ast við stóma í níu mánuði. 

„Lækn­arn­ir sögðu fjöl­skyldu minni að það væru 2% lík­ur á því að ég myndi lifa þetta af. Ég var tengd­ur við ECMO tæki, sem vinn­ur alla vinn­una fyr­ir hjartað og lung­un. Þetta er kallað Hail Mary. Eng­inn lif­ir þetta af,“ sagði Perry.

Perry hefur farið fimmtán sinnum í meðferð.
Perry hef­ur farið fimmtán sinn­um í meðferð. mbl.is/​Co­ver Media

Edrú í 9. seríu

Perry fékk hlut­verk í Friends þegar hann var 24 ára gam­all og seg­ir alkó­hól­is­mann hafa verið far­inn að koma fram þá. „Ég hafi samt ákveðna stjórn þá, þannig sé. En þegar ég var 34 ára þá var ég kom­inn í mik­il vand­ræði,“ sagði Perry. 

Eina serí­an sem hann var edrú all­an tím­ann var ní­unda seríu, og þá var hann ein­mitt til­nefnd­ur fyr­ir hlut­verk sitt í þátt­un­um. 

Á ein­um tíma­punkti á Friends-ár­un­um seg­ist hann hafa verið svo háður verkjalyfj­um að hann tók 55 pill­ur á dag og var aðeins 58 kíló. „Ég gat ekki hætt. Ef lögg­an kæmi heim til mín og segði mér að ég myndi enda í fang­elsi ef ég drykki í kvöld, þá myndi ég bara byrja að pakka niður. Ég gat ekki hætt því þetta er sjúk­dóm­ur og fíkn­in hafði ágerst. Þannig þetta verður bara verra með aldr­in­um,“ sagði Perry.

Perry hefur fengið mikla hjálp frá meðleikurum sínum í Friends …
Perry hef­ur fengið mikla hjálp frá meðleik­ur­um sín­um í Friends í gegn­um árin.

Betri í dag

Perry hef­ur fengið mikla hjálp frá vin­um sín­um, fjöl­skyldu og einnig meðleik­ur­um sín­um í Friends í gegn­um árin. Þetta hef­ur þó verið erfið bar­átta og hann farið fimmtán sinn­um í meðferð á æv­inni. 

„Ég er við þokka­lega heilsu núna. Ég þarf að fara hætta að mæta í rækt­ina, því ég vil ekki bara geta leikið of­ur­hetj­ur. Nei ég segi svona, ég er nokkuð heilsu­hraust­ur gaur um þess­ar mund­ir,“ sagði Perry. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda