Eytt milljarði í að verða edrú

Matthew Perry árið 2000.
Matthew Perry árið 2000. ROSE PROUSER

Þegar leik­ar­innn Matt­hew Perry var 49 ára gam­all og var ný­kom­inn út af spít­ala eft­ir aðgerð sem bjargaði lífi hans eft­ir að ristill hans sprakk áttaði hann á sig að hann hefði eytt helm­ingi ævi sinn­ar á meðferðar­stofn­un­um eða úrræðum tengd­um þeim. Í viðtali við New York Times á dög­un­um gaf hann það upp að hann hefði eytt 9 millj­ón­um banda­ríkja­dala, 1,3 millj­arði króna, í meðferðir og sem teng­ist því að verða edrú. 

Perry hef­ur verið í viðtali á hverj­um fjöl­miðlin­um á fæt­ur öðrum und­an­farna daga að kynna bók sína, Friends, Lovers and the Big Terri­ble Thing, sem kem­ur út hinn 1. nóv­em­ber næst­kom­andi. Í bók­inni fjall­ar hann á op­in­ská­an hátt um bar­átt sína við fíkn­ina. 

Í viðtal­inu við NYT sagðist hann hafa verið edrú í um 18 mánuði, en að hver dag­ur væri bar­átta. 

Byrjaði að drekka 14 ára

Perry varð fræg­ur í þátt­un­um Friends þar sem hann fór með hlut­verk Chandler Bing. Náði hann aðeins að halda sér frá vímu­gjöf­um eina heila seríu, en tíu serí­ur voru alls fram­leidd­ar. Þegar hann fékk hlut­verkið í þátt­un­um var hann 24 ára, en þá voru tíu ár síðan hann byrjaði að drekka og alkó­hólism­inn hafði gert vart við sig. 

Hann byrjaði á að smakka Budweiser bjór þegar hann var 14 ára sem seinna leiddi hann í sterk­ara áfengi, síðan tóku við lyf, Vicod­in, Xan­ax og OxyCont­in. Hann dró þó lín­una við heróín, sem hann hef­ur aldrei prófað og tel­ur það hafa bjargað lífi sínu. 

„Ég gerði mér upp bak­verki. Ég gerði mér upp mígreni. Ég var að hitta átta lækna á sama tíma. Ég vaknaði og varð að taka 55 Vicod­in-töfl­ur á ein­um degi, og finna út úr því hvernig ég ætti að gera það. Þegar þú ert fík­ill, þá snýst þetta allt um stærðfræði. Fara þangað og taka þrjár töfl­ur. Síðan fer ég á ann­an stað og tek fimm töfl­ur, og ég tek fimm þar því þetta mun taka lengri tíma. Þetta er þreyt­andi, en maður verður að gera það því ann­ars verður maður veik­ur. Ég gerði þetta ekki til að kom­ast í vímu, eða líða vel. Ég var aldrei í par­tí­um, mig langaði bara að sitja í sóf­an­um, taka fimm Vicod­in-töfl­ur og horfa á bíó­mynd. Það var himna­ríki fyr­ir mér. En það er það ekki leng­ur,“ sagði leik­ar­inn. 

Matthew Perry í september á þessu ári.
Matt­hew Perry í sept­em­ber á þessu ári. AFP

Skrifaði 110 blaðsíður í sím­an­um

Perry byrjaði að skrifa bók sína þegar hann lá inni á spít­ala eft­ir að ristill­inn sprakk. Bók­ina skrifaði hann í notes-app­inu í sím­an­um sín­um. Þegar hann var kom­inn með 110 blaðsíður sýndi hann umboðsmanni sín­um sem hvatti hann til að halda áfram. 

Þegar hann var kom­inn heim af spít­al­an­um hélt hann áfram að skrifa og seg­ir það hafa tekið mikið á að skrifa um alla erfiðu hlut­ina. Í viðtal­inu við NYT er hon­um tíðrætt um að vilja hjálpa öðrum og að hann hafi skrifað bók­ina til að hjálpa öðrum. 

Perry skrifaði bók­ina sjálf­ur, sem er óvana­legt hjá stór­stjörn­um. Bók­in er gef­in út af Flat­iron bóka­út­gáf­unni og seg­ir rit­stjór­inn Meg­an Lynch að hún hafi strax séð að þessi bók yrði góð. 

„Ólíkt öðrum stór­stjörn­um sem ég hef unnið með, þá skilaði Matt­hew hand­rit­inu inn fyr­ir síðasta skila­dag,“ sagði Lunch.

Á hápunkti ferils síns fór Perry í meðferð.
Á hápunkti fer­ils síns fór Perry í meðferð.

Vissu öll þegar hann féll

Þó Perry voni að bók­in muni verða sjálfs­hjálp­ar­bók fyr­ir aðra fíkla skrif­ar hann líka mikið um árin í Friends og deil­ir sög­um á bakvið tjöld­in. Þar seg­ir hann meðal ann­ars frá því augna­bliki þegar Jenni­fer Anist­on, sem fór með hlut­verk Rachel Green, kom til hans og sagði við hann að þau vissu öll að hann væri aft­ur fall­inn. 

„Hún sagði: „Við finn­um lykt­ina“. Þegar hún notaði fleir­tölu­orðið við, var það eins og rýt­ing­ur í hjartað,“ skrif­ar Perry meðal ann­ars í bók sinni. Hann seg­ir líka frá því hvernig hann hafi þurft að fara beint í meðferð úr tök­um. 

„Ég gift­ist Monicu og var svo sótt­ur og fór aft­ur á meðferðar­heim­ilið. Á hápunkti mín­um í Friends, hápunkti fer­ils míns, magnað augna­blik í þátt­un­um. Þá var ég í pall­bíl með starfs­manni frá meðferðar­stöð,“ skrifaði Perry. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda