„Ég upplifi algjört stjórnleysi í kringum mat“

Jonathan Van Ness opnar sig í viðtali í New York …
Jonathan Van Ness opnar sig í viðtali í New York Times um helgina þar sem hann talar um hvernig það er að vera HIV-jákvæður og þá greinir hann einnig frá kynferðisofbeldi sem hann var beittur í æsku. AFP

Qu­eer Eye-stjarn­an Jon­ath­an Van Ness opnaði sig á dög­un­um um ofáts­rösk­un sem hann glím­ir við í per­sónu­legri færslu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um. Hann seg­ist hafa upp­lifað al­gjört stjórn­leysi í kring­um mat í mörg ár, en í apríl fór hann loks og leitaði sér hjálp­ar. 

Í færsl­unni fagn­ar Ness veg­ferð sinni í átt að bættri and­legri- og lík­am­legri heilsu í fim­leika­sal. Hann byrj­ar færsl­una á því að segja að þó hann hafi alltaf verið „heit­ur og kynþokka­full­ur“ þá hafi hann á sama tíma glímt við átrösk­un í mjög lang­an tíma.

Breytti for­gangs­röðun sinni

„Fim­leik­ar gefa mér mikla gleði og ég vil halda áfram að stunda fim­leika eins lengi og ég get á ör­ugg­an hátt,“ út­skýr­ir Ness í færsl­unni. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jon­ath­an Van Ness (@jvn)

Hann seg­ir veg­ferð sína hafa verið áhuga­verða, en nú leggi hann áherslu á að gefa sér tíma til að borða og skipu­legg­ur mat­máls­tíma sína. „Áður fyrr var mat­ur aft­ast í for­gangs­röðun minni sem gerði mig svo svang­an að þegar ég loks­ins borðaði þá fékk ég ofátskast,“ bæt­ir Ness við. 

Al­geng­asta átrösk­un­in í Banda­ríkj­un­um

Ofáts­rösk­un var fyrst viður­kennd sem átrösk­un í DSM-5 grein­ing­ar­kerfi American Psychi­at­ric Associati­on (APA) í maí 2013. Ofáts­rösk­un er al­geng­asta átrösk­un­in í Banda­ríkj­un­um, en helstu ein­kenni rösk­un­ar­inn­ar eru end­ur­tek­in og viðvar­andi ofát­s­köst, en þó eru fleiri ofátsþætt­ir sem tengj­ast rösk­un­inni.

Ness vill heiðra veg­ferð sína og seg­ist vera sterk­ari og meira í takt við lík­ama sinn. „Ég var kvíðinn að tala um þetta en mér finnst mik­il­vægt að deila þessu með ykk­ur. Við erum ekki ein og það er gott að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda,“ skrif­ar hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda