Svona hugsar 58 ára ofurfyrirsæta um heilsuna

Ofurfyrirsætan Ella Macpherson virðist eldast afturábak, enda hugar hún vel …
Ofurfyrirsætan Ella Macpherson virðist eldast afturábak, enda hugar hún vel að andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Skjáskot/Instagram

Ástr­alska of­ur­fyr­ir­sæt­an Elle Macp­her­son er 58 ára göm­ul, en hún virðist eld­ast aft­urá­bak og lít­ur stór­kost­lega út. Fyr­ir­sæt­an hugs­ar vel um heils­una, jafnt and­lega og lík­am­lega, en hún deildi ný­verið heilsu- og feg­urðarleynd­ar­mál­um sín­um sem veita henni ung­leg­an ljóma og innri ró. 

Macp­her­son ger­ir önd­un­aræf­ing­ar og stund­ar hug­leiðslu á hverj­um degi. „Ég hug­leiði alla morgna í um það bil 25 mín­út­ur, annað hvort með leiðsögn eða í þögn,“ sagði hún í viðtali við Body and Soul. Þá seg­ist hún hafa mikla trú á heil­un og fer reglu­lega í nála­stung­ur, til kírópraktors og í hljóðheil­un svo eitt­hvað sé nefnt. 

Macp­her­son trú­ir því að vellíðan komi inn­an frá og legg­ur því mikla áherslu á heil­brigt mataræði. Hún reyn­ir að fá nauðsyn­leg víta­mín og steinefni úr ávöxt­um og græn­meti, en henni þykir gott að drekka hreina ávaxta- og græn­met­issafa. Vatn spil­ar einnig mik­il­væg­an þátt í rútínu henn­ar, enda byrj­ar hún alla daga á því að fá sér vatn með smá súr­ald­insafa út í. 

Elle Macpherson á farsælan fyrirsætuferil að baki. Hér er hún …
Elle Macp­her­son á far­sæl­an fyr­ir­sætu­fer­il að baki. Hér er hún á Gold­en Globes-verðlauna­hátíðinni árið 2012. MARIO ANZU­ONI

Legg­ur áherslu á fjöl­breytta hreyf­ingu

Fyr­ir­sæt­an þurr­burst­ar lík­amann allt að þris­var í viku, en hún seg­ir það örva blóðrás­ina og vera gott fyr­ir sogæðakerfið. Þar að auki skrúbbi það húðina og skilji hana eft­ir silkimjúka. Húðrútína Macp­her­son er ekki ódýr, en á and­litið not­ar hún aðallega vör­ur frá Dr. Barbara Sturm. Fram kem­ur á vef Daily Mail að vör­urn­ar sem hún not­ar dag­lega kosti um 1.400 Banda­ríkja­dali, eða tæp­lega 200 þúsund krón­ur. 

Þegar kem­ur að hreyf­ingu legg­ur Macp­her­son áherslu á að hafa hana fjöl­breytta. Henni þykir best að byrja dag­inn á hreyf­ingu og æfir oft­ast klukk­an 6:30 á morgn­anna. Hún stund­ar jóga, hjól­ar, synd­ir í sjón­um, skokk­ar og geng­ur til skipt­is.

Í lok dags fer fyr­ir­sæt­an gjarn­an í gufubað og kald­an pott til skipt­is, en hún seg­ir það efla ónæmis­kerfið, end­urstilla lík­amann og stuðla að slök­un fyr­ir svefn­inn. Að því loknu út­býr hún ró­andi te sem hjálp­ar henni að slaka á huga og lík­ama. 

Macpherson þykir best að æfa á morgnanna.
Macp­her­son þykir best að æfa á morgn­anna. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda