Brynhildur Gunnlaugsdóttir TikTok-stjarna er í fantaformi eins og sést best á Instagram og TikTok-reikningum hennar. Brynhildur er líka dugeg að deila með fylgjendum sínum hvernig er best að stækka rassinn í ræktinni.
Á dögunum birti hún myndband af því hvaða þrjár æfingar eru í uppáhaldi hjá henni til að styrkja þennan stærsta vöðva líkamans. Æfingarnar eru réttstöðulyfta með bein hné (e. romanian deadlift) og mjaðmalyftur með stöng (e. hip thrust). Þá gerir Brynhildur líka þriðju æfinguna með lóð á milli fótanna og lyftir því upp með því að beygja hnén, liggjandi á maganum.