Bólusetningar vegna veirunnar hafa haft áhrif á breytingaskeið og tíðahring

Ásdís Rán Gunnarsdóttir ræðir við Kristján Oddsson í nýjasta þættinum …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir ræðir við Kristján Oddsson í nýjasta þættinum af Krassandi konum. Ljósmynd/Samsett

Kristján Oddsson kvensjúkdómalæknir er gestur Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur í þættinum Krassandi konur. Þau ræða meðal annars um kynlíf og kynsjúkdóma í þættinum. Ásdís Rán byrjar á því að spyrja hann um klamedíu og útbreiðslu hennar hérlendis.  

„Það er alltaf og verður alltaf á meðan fólk stundar kynlíf. Það hefur verið talað um að algengi klamendíu sé meira á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum. Það gæti verið út af því við erum ekki nógu dugleg að nota verjur en það gæti líka verið út af því við tökum fleiri sýni. Við vitum það ekki en aðalatriðið er að verja sig ef maður stundar kynlíf ekki í föstu sambandi. Konur eru miklu duglegri en karlmenn að fara í skimun ef þær eru að byrja í nýjum samböndum. Aðgengið í svona skimun er orðið mjög gott og þú þarft ekki einu sinni að hitta lækni heldur er hægt að skila inn þvagi á heilsugæslustöð,“ segir Kristján. 

Aðspurður að því hvort það sé algengt að karlar finni ekki fyrir einkennum ef þeir eru með kynsjúkdóm segir hann svo ekki vera. 

„Það er frekar algengara að karlmennirnir fái einkenni eins og sviða og útferð til dæmis og konurnar gætu frekar verið einkennalausar. Það versta við klamendíuna er að þú getur borið hana einkennalausa en samt getur hún verið að gera þér skaða sérstaklega með því að valda bólgum í eggjaleiðurum sem geta þá skemmt þá eða jafnvel valdið utanlegsfóstri og fleiru.“

Ásdís spyr hvort Herpes-veiran geti smitast milli kynfæra og munns. 

„Já það er týpa 1 og 2 og þær geta smitast á milli og hefur það verið að aukast með árunum. Líklega vegna þess að munnmök hafa aukist svo en einnig er hægt að smita sjálfan sig því þetta er snertismit fyrst og fremst.“

Þegar Kristján er spurður að því hvort fólk geti smitað börnin sín af Herpes-veirunni í gegnum bleyjuskipti segir hann svo vera. 

„Já, flest börn fá smitun frá foreldrum sínum og það er alveg til í dæminu þar sem þetta er snertismit.“

Ásdís spyr Kristján út í bólusetningar vegna kórónuveirunnar og tíðahring kvenna. Hvort þetta hafi meiri áhrif en áður var talið. 

„Jú þetta kom tiltölulega fljótt upp í faraldrinum að konur sem höfðu áður haft reglulegar blæðingar, þá hvort sem það var eftir Covid eða bólusetningarnar, fóru þær að hafa óreglulegar blæðingar. Það er fjöldi kvenna sem hefur orðið var við þetta. Ég held að síðasta orðið sé ekkert sagt í því hvernig þetta þróast með tíð og tíma. Maður hefur líka heyrt að þetta hafi minnkað áhrif hormóna sem konur taka út af breytingarskeiðinu þannig það virðist vera að þessar bólusetningar eða Covid geti valdið ýmsum truflunum hjá konum,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda