Ljóstrar upp um ástæður unglegs útlits

Paul Rudd þykir furðu unglegur á að líta.
Paul Rudd þykir furðu unglegur á að líta. AFP

Bandaríski leikarinn Paul Rudd þykir með afbrigðum unglegur. Hann er 53 ára gamall og ekki hrukku að sjá né grátt hár. 

Margir hafa velt vöngum yfir því hvert leyndarmálið sé að svo unglegu útliti leikarans. 

„Svefn er eitt það mikilvægasta,“ segir leikarinn í viðtali við Mens Health.

Rudd þurfti að taka sig á í ræktinni fyrir hlutverk sitt í Marvel myndinni Ant Man and the Wasp.

„Svefninn er í fyrsta sæti, svo mataræði. Svo lyftingar og loks brennsla.“ Hann segir að betra sé að sofa lengur frekar en að reyna meira á sig í ræktinni. Það að minnka svefninn gerir manni engan greiða.

„Best er að geta náð inn átta klukkustundum af svefni.“

Venjulegur dagur hjá Rudd byrjar á góðum kaffibolla og brennsluæfingum fyrir morgunmat. Þá lyftir hann lóðum þrisvar í viku. Í mat fær hann sér egg og lax. Stundum fær hann sér líka prótein hristinga þar sem hann blandar aðeins saman vatni og próteindufti.

„Ég hef lært mjög mikið á það hvernig líkami minn bregst við mat, æfingum og hvenær ég er ánægðastur. Þetta hefur allt áhrif á andlega líðan.“

„Ég hef loks áttað mig á því að ef líkamsrækt verður hluti af lífsstíl manns, þá líður manni betur. Rútína er góð og hluti af rútínunni er að fá átta tíma svefn alla daga.“

Paul Rudd og kona hans Julie Yaeger skelltu sér út …
Paul Rudd og kona hans Julie Yaeger skelltu sér út á lífið fyrir skömmu. AFP
Paul Rudd segir að svefn sé lykillinn að unglegu útliti.
Paul Rudd segir að svefn sé lykillinn að unglegu útliti. CHRISTIAN PETERSEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda