Þyngdarsveiflur söngkonu vinsælt myllumerki á TikTok

Söngkonan Bebe Rexha skilur ekki áhuga fólks á líkama sínum …
Söngkonan Bebe Rexha skilur ekki áhuga fólks á líkama sínum og þyngdarsveiflum. AFP

Söng­kon­an Bebe Rexha er orðin þreytt á óum­beðnum at­huga­semd­um og áhuga fólks á lík­ama sín­um og þyngd­ar­sveifl­um. Rexha deildi skjá­skoti með fylgj­end­um sín­um á Twitter sem hún tók af síðunni TikT­ok sem sýn­ir myllu­merkið #be­b­erexhaweig­ht sem eitt það vin­sæl­asta og um­talaðasta á síðunni. 

„Að sjá þetta er mjög svo pirr­andi,“ skrifaði Rexha í tíst­inu sem hún deildi hinn 16. apríl síðastliðin. Hún hélt áfram og sagði: „Ég er ekki reið yfir þessu þar sem þetta er satt. Ég þyngd­ist. En það er bara leiðin­legt að það skipti svona miklu máli. En ég þakka öllu því fólki sem elsk­ar mig, sama hvað.“

Færslu Rexha var mætt með stuðningi frá aðdá­end­um og skrifaði einn: „Ég veit ekki hvort við mun­um nokk­urn tím­ann kom­ast á þann stað sem sam­fé­lag þar sem fólk gæt­ir vel­sæm­is og hætt­ir að benda á eða gagn­rýna þyngd/​lík­ama ein­hvers ann­ars. Ég vildi svo sann­ar­lega sjá það ger­ast einn dag­inn. Þú ert fal­leg, ung­frú Rexha!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda