Elsti læknir í heimi með góð ráð um langlífi

„Ég held að ég muni lifa að eilífu, vitandi að …
„Ég held að ég muni lifa að eilífu, vitandi að það er ekki raunverulegt.“ Samsett mynd

Elsti starfandi læknir í heimi, Dr. Howard Tucker er 100 ára gamall og hefur starfað við taugalækningar í 75 ár. Tucker hefur einungis nýlega hætt að taka á móti sjúklingum en kennir læknisfræði tvisvar í viku við St. Vincent Charity Medical Center í Cleveland, Ohio þar sem hann álítur starfslok við eftirlaunaaldurinn hinn sanna óvin langlífis.

„Ég held að þegar maður kemst á eftirlaun og hættir að vinna þá stendur maður einungis frammi fyrir andlegri og líkamlegri rýrnun og endar svo á hjúkrunarheimili. Það er gaman að lifa og vinna. Vinnan mín er yndisleg. Á hverjum degi læri ég eitthvað nýtt.“

Tucker deildi nokkrum frábærum ráðleggingum varðandi langlífi í viðtali við Today.

Ekki hætta að vinna

„Ég skil ekki þá sem nenna að spila golf, þrjá daga vikunnar,“ sagði Tucker. Hann viðurkenndi þó að það væru að sjálfsögðu til störf sem fólk getur ekki lengur sinnt sökum aldurs eins og líkamlega krefjandi störf eða störf sem fólk kýs að halda ekki áfram að sinna sökum álags. En samkvæmt lækninum eru starfslok vegna aldurs slæmur kostur - að minnsta kosti fyrir hann. 

„Ég ætla að vara fólk við: Ef það kýs að hætta, ætti það að minnsta kosti að finna sér gott áhugamál, sinna sjálfboðastarfi eða öðru. Þú þarft að örva heilann á hverjum degi.“

Haltu áfram að læra

Tucker, sem öðlaðist læknisgráðuna sína frá The Ohio State University College of Medicine árið 1947, gerðist læknir mörgum árum áður en segulómun og sneiðmyndatökur urðu tiltækar. Hann sá lækna fara á eftirlaun vegna þess að þeir vildu ekki læra að nota tölvur. Sjálfum fannst honum krefjandi að læra á nýja tækni og var staðráðinn í að halda í við hana. 

„Allur heimurinn gengur á tækni og reiðir sig á tölvur. Ef ég vil vera áfram í þessum heimi, þá ætla ég að kunna á tölvur,“ sagði hann. 

Taugalæknirinn fylgist vel með sínu fagi með því að læra og lesa, sem hann hefur mjög mikla ánægju af. 

Ræktaðu hamingjuna

„Þú verður að vera ánægður í bæði starfi og heimilislífi,“ sagði Tucker. 

Hann minntist á sjúkling sem var svo hrædd við vinnu sína og þrúgandi yfirmann að hún keyrði nokkra hringi í kringum blokkina áður en hún fann kjarkinn til þess að fara inn á morgnana. Konan fékk alvarlegt heilablóðfall, 42 ára að aldri, sem Tucker taldi stafa að miklu leyti af vinnuálagi hennar. 

Þegar kemur að persónulegri hamingju hans, hefur hann og eiginkona hans, Sara – sem er sjálf starfandi geðlæknir og hittir enn sjúklinga – verið gift í 65 ár. „Hún er aðeins 89 ára,“ sagði hann. Hjónin eiga fjögur börn og tíu barnabörn.'

Læknirinn er mjög bjartsýnn á framhaldið. „Ég held að ég muni lifa að eilífu, vitandi að það er ekki raunverulegt. En mér líður þannig. Ég hugsa aldrei um dauðann,“ sagði Tucker. 

„Þú deyrð einu sinni, en þú lifir daglega...einbeittu þér að því sem lifir.“

View this post on Instagram

A post shared by TODAY (@todayshow)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda