Aukakílóin erfið í Hollywood

Plötufyrirtækið sagði Rexha að léttast um 10 kíló þegar hún …
Plötufyrirtækið sagði Rexha að léttast um 10 kíló þegar hún undirritaði fyrsta plötusamninginn sinn. Samsett mynd

Banda­ríska söng­kon­an Bebe Rexha greind­ist ný­lega með fjöl­blöðru­eggja­stokka­heil­kenni (e. polycystic ovary syndrome/​PCOS). Horm­óna­sjúk­dóm­ur­inn get­ur valdið ófrjóm­semi, óreglu­leg­um blæðing­um, ból­um og þyngd­ar­aukn­ingu en kon­ur með þetta heil­kenni hafa óeðli­leg horm­óna­gildi og eru einnig í frek­ari áhættu að grein­ast með syk­ur­sýki II, leg­bolskrabba­mein og hjarta­vanda­mál. 

Rexha sem er 33 ára göm­ul ræddi um grein­ing­una í ný­legu viðtali við Gayle King í SiriusXM–þætt­in­um, Gayle King in the Hou­se, og sagði einnig frá því hvernig heil­kennið hef­ur haft áhrif á hana. „Ég komst held­ur ný­lega að því að ég er með fjöl­blöðru­eggja­stokka­heil­kenni eins og marg­ar aðrar kon­ur. Og marg­ar kon­ur þjást af heil­kenn­inu án þess að hafa hug­mynd um það,“ sagði söng­kon­an. 

„Þú verður að létt­ast“

Óút­skýrð þyngd­ar­aukn­ing er eitt af helstu ein­kenn­um heil­kenn­is­ins og eitt af því sem Rexha hef­ur átt hvað erfiðast með svona í byrj­un. „Ég hef verið að berj­ast við mat síðan ég man eft­ir mér. Þegar ég byrjaði í tón­list­ar­brans­an­um, ung og líf­leg, og und­ir­ritaði minn fyrsta plötu­samn­ing heyrði ég nán­ast áður en blekið þornaði: Ertu til­bú­in? Þú þarft að kom­ast í betra form. Þú þarft að missa 10 kíló,“ sagði Rexha við King.

Þyngd­ar­aukn­ing söng­kon­unn­ar hef­ur verið mikið á milli tann­anna á fólki og var myllu­merkið #be­b­erexhaweig­ht eitt það vin­sæl­asta og um­talaðasta á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok fyr­ir ör­fá­um vik­um. „Að sjá þetta er svo pirr­andi,“ skrifaði Rexha á Twitter. „Ég er ekki reið yfir þessu, þetta er satt. Ég þyngd­ist. Það er bara leiðin­legt að þetta skuli skipta svona miklu máli.“ 

Dýr­mæt lexía

Þessi mis­kunn­ar­lausa þrá­hyggja annarra yfir stærð Rexha og skaðleg um­mæli fólks á net­inu hafa þó kennt söng­kon­unni dýr­mæta lex­íu. „Það er mik­il­vægt að hafa gott fé­lagsnet. Ég hef verið á ótal rauðum dregl­um bros­andi og veif­andi en liðið svo illa af því að ég var um­kringd allri þess­ari nei­kvæðni. Nú vil ég bara ekki hafa þetta í kring­um mig leng­ur.“

Söng­kon­an sagði þetta einnig stórt og mik­il­vægt skref fyr­ir sig þar sem hún hef­ur lengi átt í erfiðleik­um með lík­ams­ímynd sína og nú þegar hún er far­in að læra á sjálfið og lík­ama sinn með fjöl­blöðru­eggja­stokka­heil­kenni þá vill hún ekki alla þessa óþarfa nei­kvæðni. „Ég hef alltaf átt í erfiðleik­um með út­litið. Það hef­ur verið mjög erfitt.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Good­ful (@good­ful)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda