Meira þunglyndi og offita á Íslandi en í nágrannalöndunum

mbl.is

Þor­björg Haf­steins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og heils­u­sér­fræðing­ur, seg­ist hafa verið orðin syk­urfík­ill sem lítið barn. Þor­björg, sem er nýj­asti gest­ur­inn í hlaðvarpi Sölva Tryggva­son­ar, hef­ur í ára­tugi unnið við heilsu og oft á tíðum verið tals­vert á und­an sinni samtíð. 

„Ég fór í raun að læra hjúkr­un­ar­fræði vit­andi það að mig langaði að starfa við nær­ingu og heilsu, en á þess­um tíma fannst mér hjúkr­un­ar­fræðinámið gefa mér meiri vigt og einnig und­ir­búa mig. En ég fann fljótt að það voru hlut­ir í nám­inu sem voru aðeins úr takti við aðra hluti sem ég var að lesa um og prófa á sjálfri mér. Ég þurfti að gera marg­ar til­raun­ir á sjálfri mér af því að ég var kom­in í vand­ræði með mína eig­in heilsu, ekki síst vegna mik­ill­ar syk­urfíkn­ar sem ég var að glíma við. Ég er í raun búin að vera með syk­urfíkn allt mitt líf og er enn með hana. Þessi óstjórn­lega löng­un til að nota syk­ur til að breyta ástand­inu í mjög stutt­an tíma var eitt­hvað sem ég fann frá því að ég var lítið barn. Þetta er nátt­úr­lega al­gjört bull og set­ur lík­amann í mikið ójafn­vægi. Hjá mér gæti þessi mikla syk­urfíkn verið að hluta til gene­tísk. Ég er upp­komið barn alkó­hólista og held að það sé bein teng­ing þaðan yfir í syk­urfíkn­ina mína. Það er mik­il fíkn í fjöl­skyld­unni og meðvirkni og ég fann þessa fíkn í syk­ur al­veg síðan ég var ekki nema þriggja til fjög­urra ára göm­ul,“ seg­ir Þor­björg, sem fann mik­inn mun á allri líðan sinni þegar hún fór að gera teng­ing­ar við mataræðið.

Fann mun á breyttu mataræði

„Það breytt­ist mikið hjá mér í kring­um tví­tugt þegar ég flutti til Dan­merk­ur og fór að gera breyt­ing­ar á mataræðinu. Ég hafði verið með stans­lausa heilaþoku og svo varð ég líka hálfinn­hverf og dró mig mikið til baka. Það breytt­ist hratt þegar ég fór að draga úr sykr­in­um og borða al­mennt hreinni mat. Þegar ég fann hvað ár­ang­ur­inn var mik­ill ákvað ég að þetta væri eitt­hvað sem ég ætlaði að gera að starf­inu mínu. Að aðstoða annað fólk við að bæta líðan sína og lík­ams­starf­semi í gegn­um mataræði og lífs­stíls­breyt­ing­ar. Á þess­um tíma var erfiðara en núna að sækja upp­lýs­ing­ar, af því að það var ekk­ert net eða Google til að fletta upp í. En þó að það væru ekki endi­lega sjálf­sögð sann­indi á þess­um tíma þurfti ég eng­ar staðfest­ing­ar á því hvað mataræði hef­ur gríðarleg áhrif á orku og líðan eft­ir að ég fór að prófa það á sjálfri mér.“

Þor­björg hef­ur í gegn­um tíðina gefið út bæk­ur um heilsu sem hafa náð tals­verðum vin­sæld­um er­lend­is. Hún fór snemma að benda á ýmis atriði sem á þeim tíma voru tals­vert á skjön við það sem oft­ast var talið rétt.

„Þegar ég var að byrja að skrifa bæk­ur og boða mín­ar hug­mynd­ir voru nán­ast öll mann­eld­is­mark­mið og ráðlegg­ing­ar að fólk ætti að sneiða hjá fitu og borða mikið af kol­vetn­um. En ég var svo­lítið á und­an minni samtíð með að ræða sam­bland af ketó og lág­kol­vetnamat­ar­ræði til þess að bæta orku og al­menna líðan yfir dag­inn. Ég skil það best allra að það geti verið fólki ofviða að breyta miklu í einu þegar kem­ur að mataræði. Sér­stak­lega ef fólk hef­ur verið lengi í óheil­brigðu sam­bandi við mat. En þegar fólk ger­ir ákveðnar breyt­ing­ar byrj­ar það að finna allt aðra líðan og þá verður miklu auðveld­ara að halda áfram. Það er mjög erfitt að taka rétt­ar ákv­arðanir ef heil­inn er baðaður í sykri og lík­ams­kerfið er upp­fullt af bólg­um.“

Mik­il syk­urfíkn

Þor­björg er ekki frá því að Íslend­ing­ar al­mennt glími jafn­vel meira við fíkn en marg­ar aðrar þjóðir.

„Eft­ir öll þessi ár sem ég hef unnið við nær­ing­ar­ráðgjöf og heilsu er ég ekki frá því að syk­urfíkn sé meiri á Íslandi en víða ann­ars staðar. Ég bý í Dan­mörku og mér finnst staðan vera betri þar en hér. Syk­ur- og matarfíkn er mjög oft til­finn­inga­tengd og Íslend­ing­ar koma úr mjög hörðum aðstæðum þar sem kyn­slóðirn­ar á und­an drukku mikið. Það var áber­andi mik­il drykkja hjá kyn­slóðinni á und­an mér sem bjó í mörg­um til­vik­um til mikla meðvirkni og fleiri fíkni­vanda­mál hjá börn­um þeirra sem glímdu við alkó­hól­isma. Án þess að ég vilji á neinn hátt ýta und­ir skömm varðandi þessa hluti, þá virðist bæði þung­lyndi og offita vera meiri á Íslandi en í ná­granna­lönd­un­um. Töl­urn­ar tala sínu máli, bæði notk­un þung­lynd­is- og kvíðalyfja og töl­ur um ofþyngd og offitu. Ég er ekki frá því að harðar aðstæður og þessi mikla drykkja sem hafði áhrif á upp­eldi spili hlut í því. Það er lík­lega mik­il streita í genun­um okk­ar sem ýtir und­ir þess­ar fíknitil­hneig­ing­ar og set­ur tauga­kerfið okk­ar í meira „fig­ht or flig­ht“ ástand. En sem bet­ur fer erum við alltaf að verða meðvitaðri og meðvitaðri um áföll, streitu, meðvirkni og fleiri hluti. Smám sam­an erum við að ala upp kyn­slóðir sem fá ann­ars kon­ar upp­eldi og upp­lýs­ing­arn­ar eru orðnar miklu meiri og betri.“

Verður að búa í Dan­mörku

Þor­björg varð amma fyr­ir þrem­ur árum og seg­ir það hafa breytt lífi sínu. Á meðan börn­in henn­ar og barna­barn eru í Dan­mörku seg­ist hún ekki geta hugsað sér að flytja frá þeim til Íslands.

„Ef ég gæti fengið börn­in mín til að flytja til Íslands, þá væri ég hér. Mér finnst gott að vera í Dan­mörku, en ég elska alltaf Ísland. Ég á þrjár dæt­ur sem all­ar fædd­ust í Dan­mörku og þær eru því í raun meiri Dan­ir en Íslend­ing­ar, þó að þær séu all­ar ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar. Elsta dótt­ir mín eignaðist dótt­ur fyr­ir þrem­ur árum og ég bara gjör­sam­lega féll fyr­ir þessu barni. Ég varð mamma frek­ar ung og elskaði að verða mamma, en mér finnst næst­um því betra að verða amma. Ég hef ákveðið að hagræða lífi mínu þannig að ég verði alltaf hluti af henn­ar lífi og sem bet­ur fer vill dótt­ir mín að það sé þannig. Svo er annað barna­barn á leiðinni og ég hlakka svaka­lega til að verða tvö­föld amma.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda