Lést um 90 kíló frá árinu 2007

Leikarinn John Goodman breytti um lífstíl og hefur frá árinu …
Leikarinn John Goodman breytti um lífstíl og hefur frá árinu 2007 lést um 90 kíló. Samsett mynd

Stórleikarinn John Goodman var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í Mónakó á sunnudag. Goodman var viðstaddur Monte Carlo sjónvarpshátíðina þar í landi og gekk rauða dregilinn heilum 90 kílóum léttari. Hann hét því að breyta lífsháttum sínum árið 2007 og hefur svo sannarlega staðið sína plikt. 

Leikarinn sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Big Lebowski, Monsters Inc, The Flintstones og King Ralph, hóf lífstílsbreytinguna árið 2007, en þá hætti leikarinn að drekka.

Goodman réði í kjölfarið þjálfara til þess að aðstoða sig með mataræði og sérhæfðar æfingar. Að sögn þjálfarans, kynnti hann stjörnuna fyrir Miðjarðarhafsmataræðinu, en það leggur sérstaka áherslu á fisk, hnetur, ólífuolíu, grænmeti og ávexti. Leikarinn stundar einnig líkamsrækt af kappi og passar að ganga 10.000 til 12.000 skref á dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda