Ert þú andlega gjaldþrota á meðan þú telur peningana þína?

Maríanna Pálsdóttir er eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur.
Maríanna Pálsdóttir er eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur.

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur skrifar um andlega heilsu í nýjum pistli. Hún hefur sjálf verið í leit að innri friði og ró og spyr í hvaða tómarúm við séum að reyna að fylla í hinu stanslausa kapphlaupi um veraldleg auðævi þegar áherslan ætti frekar að vera á að njóta einfaldleikans og vera ríkur af þakklæti og auðmýkt til lífsins. 

Núna er ég orðin fjörutíu ára gömul og það verður að segjast að það er margt sem er að breytast. Skyldur lífsins eru orðnar færri, börnin orðin stálpuð og sjálfbjarga þannig séð, ennið er farið að síga aðeins og gráu hárin farin að skjótast upp úr hvirflinum á mér. Allar þessar breytingar eru í sjálfu sér ágætar og tek ég því fagnandi að eldast og þroskast hvern dag. Ég geri mér grein fyrir því að ég er nú ekki á grafarbakkanum en ég er að eldast eins og gengur og gerist í þessum lífsleik!

Ég finn að með hækkandi aldri virðist fólkið í kringum mig vera í leit að innri ró. Við viljum frið og ró í hjartað og sálartetrið okkar eftir allt harkið. Ætli það sé aldurinn sem spili þarna inn í eða erum við kannski á einhvers konar andlegu breytingaskeiði?

Slökunarnámskeið, sjósund og jógakennaranámskeið eru yfirfull og fólk virðist vilja mastera og skóla sig til í þeim efnum. Af hverju ætli það sé svo? Erum við að rjúka burt úr rólegheitunum sem við erum komin í á þessum aldri í leit að fleiri verkefnum af því við getum einfaldlega ekki slakað á? Kunnum við ekki að njóta einfaldleikans í því að gera ekkert af því við erum vön að vera alltaf á útopnu!

Ættum við kannski að staldra við og skilja alla þúsundkallana eftir heima, setjast á gólfið í stofunni, hlusta á tómið og velta því aðeins fyrir okkur í hvaða tómarúm við erum að fylla. Vitum við það kannski ekki? Þá er spurning um að byrja á því að finna leiðina að hjartanu og spyrja okkur þeirrar einföldu spurningar: „Hver er ég og hvað vil ég fá út úr þessu lífi?“ Ég veit fyrir víst að það er sama hvað ég fæ mikinn frið í hjartað mitt, þá mun ég aldrei fá svör við algengum spurningum þeirra sem kafa djúpt í andlega heiminn og vilja vita framhaldið um hvað verður eða hvað var áður. Fæddumst við ekki á þessa jörð til að dýpka skilning okkar á því sem er hér og nú, en ekki á því sem við ímyndum okkur eða höldum að hafi verið eða verður?

Ég hef gert ýmislegt í leitinni minni að innri friði. Ég fór alla leið til Perú inn í miðjan Amazon frumskóginn og drakk te sem innfæddir búa til og kallast ayahuasca. Í Perú fann ég fyrir miklum friði. Þar var fólk sem átti ekkert en það þurfti heldur ekkert. Það hafði náttúruna, sönginn og sjálft sig. Þar er ekki þetta stanslausa kapphlaup um veraldarleg auðævi sem ég finn fyrir hérna heima á Íslandi. Það er ákveðin fegurð í því að eiga lítið, það einfaldar lífið til muna. Ég þekki tilfinninguna að eiga ekkert en svo veit ég líka hvað það er að eiga allt. Þú ert alltaf sama manneskjan sama hvað þú átt mikið af fasteignum eða kjólum. Ertu jafn ríkur af auðmýkt eða ertu andlega gjaldþrota að skála í kampavíni á meðan þú telur peningana þína?

Það er ekki beint spennandi staður að vera á. Þá myndi ég alltaf kjósa að eiga minna og vera með yfirfullt hjarta af þakklæti og auðmýkt til lífsins.

Maríanna fór alla leið til Perú í leit að innri …
Maríanna fór alla leið til Perú í leit að innri friði og ró.
Maríanna lýsir Perú sem töfrandi stað enda fann hún fyrir …
Maríanna lýsir Perú sem töfrandi stað enda fann hún fyrir miklum friði þar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda