Aðdáendur Kaling ósáttir við þyngdartapið

Margir aðdáendur leikkonunnar eru ósáttir við þyngdartap hennar.
Margir aðdáendur leikkonunnar eru ósáttir við þyngdartap hennar. AMY SUSSMAN

Leikkonan Mindy Kaling hefur verið opinská um þyngdartap sitt undanfarin ár en finnst lítt spennandi að ræða um líkamsástand sitt á rauða dreglinum og í fjölmiðlum.

„Það er ekki mjög spennandi fyrir mig að tala um líkama minn,“ sagði Kaling, sem er 44 ára, í viðtali við tímaritið Allure á dögunum.

Tímaritið bað leikkonuna um að svara nokkrum athugasemdum aðdáenda sinna, sem sögðu sig hafa misst einn af talsmönnum um líkamsvirðingu í Hollywood, eftir að leikkonan breytti um lífstíl og léttist í framhaldi um 20 kíló.

„Ég er bara að reyna að vera heilbrigð og til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Kaling, sem er móðir tveggja ungra barna. „Það er mjög erfitt fyrir mig þar sem ég vil helst sitja fyrir framan sjónvarpið og borða fylltar ostasteikur,“ hélt hún áfram.

Aðdáendur stjörnunnar höfðu margir hverjir áhyggjur af því að hún væri farin að taka sykursýkislyfið Ozempic, eins og margir stjörnur í Hollywood hafa verið ásakaðar um, en Kaling sagðist hafa farið gömlu góðu leiðina, hreint mataræði og líkamsrækt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda