73 ára og í toppformi

Rick Springfield hefur elst vel.
Rick Springfield hefur elst vel. Samsett mynd

Eilífðartöffarinn Rick Springfield, sem gerði garðinn frægan árið 1980 með laginu Jessie's Girl, er afar þakklátur eiginkonu sinni, Barböru Porter, en söngvarinn segir hana ómissandi hluta af lífi sínu og ástæðuna fyrir því að hann sé í toppformi, 73 ára. 

Springfield er í viðtali í nýjasta tölublaði People þar sem hann ræðir meðal annars um líkamlegt ástand sitt en söngvarinn er við góða heilsu, með einstaklega öfluga magavöðva og sannar að aldur sé bara tala. 

„Ég æfi á hverjum degi og fylgist vel með því sem ég borða,“ segir Springfield, sem var um tíma grænkeri en borðar í dag fiskmeti ásamt grænmeti og ávöxtum. 

„Ég er ekki góður kokkur“

Söngvarinn hefur verið giftur eiginkonu sinni, Barböru Porter, í nær 40 ár og segir hana ótrúlegan kokk. „Hún er mögnuð. Ég er ekki góður kokkur. Þegar ég var einhleypur sauð ég stóran pott af hýðishrísgrjónum, saxaði lauk og bætti einn dós af túnfisk út á. Ég lifði á því og bökuðum kartöflum í mánuð. Barbara eldar þessa ótrúlegu hluti, hún elskar að elda og heldur mér í formi,“ útskýrir Springfield. 

Söngvarinn heldur af stað í tónleikaferðalag, I Want My 80s, á föstudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál