Umdeild morgunrútína Kardashian

Morgnarnir eru heilagir hjá Kourtney Kardashian sem fylgir afar sértækri …
Morgnarnir eru heilagir hjá Kourtney Kardashian sem fylgir afar sértækri morgunrútínu. Samsett mynd

Ný­verið gaf raun­veru­leika­stjarn­an Kourt­ney Kar­dashi­an aðdá­end­um sín­um inn­sýn í morg­un­rútínu sína. Hún hlaut í kjöl­farið tals­verða gagn­rýni þar sem aðdá­end­ur sökuðu hana um að vera gjör­sam­lega úr takt við um­heim­inn. 

Kar­dashi­an birti á dög­un­um grein á lífs­stílsvef sín­um Poosh með yf­ir­skrift­inni: „Hvernig verður þú morg­un­mann­eskja“ þar sem hún gaf les­end­um hag­nýt ráð sem hún fylg­ir sjálf. 

07:00 – Friðsæl morg­un- og bæna­stund

Kar­dashi­an legg­ur mikla áherslu á að eyða morgn­un­um sín­um á eins friðsæl­an hátt og mögu­legt er. Hún vakn­ar klukk­an 7:00 og seg­ist forðast að nota hinar hefðbundnu „há­væru“ vekj­ara­klukk­ur til að halda tauga­kerf­inu ró­legu. Þá seg­ir hún einnig mik­il­vægt að fólk hvíli sím­ann þegar það vakn­ar.

Því næst nýt­ur hún bæna- og þakk­læt­is­stund­ar á baðher­bergi sínu, en hún mæl­ir ein­dregið með því að fólk taki frá smá stund á morgn­anna til að ígrunda og setja já­kvæðan tón fyr­ir dag­inn. 

07:30 – Kolla­g­endrykk­ur og töfra­te

Það fyrsta sem Kar­dashi­an fær sér á morgn­anna er kolla­g­endrykk­ur. Hún drekk­ur einnig heima­til­búið epla­te á hverj­um ein­asta morgni til að vekja kerfið, en hún seg­ir drykk­inn vera full­an af líf­ræn­um og ónæm­is­bæt­andi hrá­efn­um eins og túr­merik og engi­fer. 

Eft­ir það fer hún í æf­ing­ar­föt og keyr­ir börn­in sín í skól­ann. 

08:30 – Já­kvæð bíl­ferð með börn­in

Á leiðinni í skól­ann legg­ur Kar­dashi­an áherslu á að hlusta á já­kvæð og upp­lífg­andi lög til að koma fjöl­skyld­unni í gott skap. Hún seg­ist pakka í skóla­tösk­ur barn­anna sinna kvöldið áður til þess að fjöl­skyld­an geti átt streitu­laus­an morg­un. 

09:45 – Lík­ams­rækt

Þegar börn­in eru kom­in í skól­ann fer Kar­dashi­an á æf­ingu, en hún seg­ir hreyf­ingu vera ómiss­andi hluta af dag­legri rútínu sinni. Hún reyn­ir að æfa sex sinn­um í viku og seg­ir reglu­lega hreyf­ingu veita henni jafn­vægi, ham­ingju og sjálfs­ör­yggi. 

Til að passa upp á fjöl­breyti­leik­ann og koma í veg fyr­ir að hún fái leið á hreyf­ing­unni er Kar­dashi­an með tvo mis­mun­andi einkaþjálf­ara sem hún skipt­ist á að fara til.

12:30 – Há­deg­is­verður og hrist­ing­ur

Kar­dashi­an legg­ur áherslu á heilsu­sam­legt mataræði, en í há­deg­inu fær hún sér gjarn­an kúr­bíts-núðlur, súr­deigs­brauð með veg­an smjöri og súr­um gúrk­um, manda­rín­ur og hinn fræga avóka­dó-hrist­ing. 

Í hrist­ingn­um er meðal ann­ars avóka­dó, prótein­duft úr beinaseyði, kolla­g­en­duft, MCT-olía og spiru­lína svo eitt­hvað sé nefnt, en drykk­ur­inn hef­ur verið í sér­stöku upp­á­haldi hjá Kar­dashi­an í nokk­ur ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda