Er slæmt að sofa í sokkum?

Það þarf að passa upp á ýmislegt ef maður er …
Það þarf að passa upp á ýmislegt ef maður er staðráðinn í að sofa í sokkum. Ljósmynd / Getty Images

Rannsóknir benda til þess að það sé óheilnæmt að sofa í sokkum en talið er að um 18% fólks sofi í sokkum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna MattressNextDay. 

„Sokkarnir eru oftar en ekki skítugri en sjónvarpsfjarstýringin og klósettið. Í raun eru sokkar tvöfalt skítugri en klósettsetan. Við tókum sýni af mismunandi sokkapörum og komumst að því að bakteríur grössuðu á sokkum yfir daginn. Hver manneskja var í sömu sokkunum allan daginn. Fóru í vinnuna í þeim, voru í þeim heima og í ræktinni. Bara eins og gengur og gerist. Aðeins 30% þeirra sem sváfu reglulega í sokkum fóru í hreina sokka fyrir háttinn,“ segja forsvarsmenn rannsóknarinnar í viðtali við Body&Soul.

„Greiningin leiddi í ljós ýmsar svæsnar bakteríur sem gætu leitt til sýkingar sem gætu haft áhrif á öndunarveg eða jafnvel þvagrásina. Þá er fólk líklegra til þess að fá sveppasýkingar á fæturna séu þeir alltaf í sömu sveittu sokkunum. Fæturnir hafa um 250 þúsund svitakirtla þannig að þeir eru líklegir til þess að svitna mikið yfir daginn. Og þá meira á sumrin.“

„Þeir sem eru hins vegar í hreinum sokkum uppi í rúmi eru sagðir sofa betur og minna líklegir til þess að hrjóta.“

Þeir sem vilja endilega sofa í sokkum ættu að hafa þessi ráð að leiðarljósi:
  1. Alltaf að vera í hreinum sokkum sem hafa ekki snert fæti á jörð.
  2. Alltaf skal þvo sokka á háum hita, að minnsta kosti 60 gráðum í þvottavél. Það hjálpar til við að drepa bakteríur og fjarlægja erfiða bletti.
  3. Þvo reglulega rúmföt, í takt við hversu mikið maður svitnar á nóttunni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda