90 ára og þvertekur fyrir lýtaaðgerðir

Joan Collins er stórglæsileg.
Joan Collins er stórglæsileg. Samsett mynd

Breska leikkonan Joan Collins neitar því að hafa farið í lýtaaðgerðir en hún afhjúpaði leyndarmálið að unglegu útliti sínu í viðtali við The Guardian. Collins er 90 ára gömul og á farsælan feril að baki í kvikmyndum og sjónvarpi.

„Ég hef aldrei lagst undir hnífinn,” sagði Collins, sem margir þekkja úr bandarísku sápuóperunni Dynasty.

„Í fyrsta lagi þá er ég mjög hrædd við nálar, en það var móðir mín sem sagði mér að nota gott rakakrem og næturkrem.“ Leikkonan viðurkenndi einnig að forðast sólina til að viðhalda unglegum ljóma sínum og sagðist ráðleggja dætrum sínum hið sama, en hún er móðir þeirra Töru, 59 ára og Katyönu, 51 árs.

Collins játaði þó í viðtali við tímaritið Glamour árið 2012 að hafa prófað bótox. „Ég fékk það sett í ennið á mér og það var helvíti sárt.” Leikkonan sagði að það hafi fælt hana frá frekari fegrunaraðgerðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda