Bjarni fór í morgungöngu

Bjarni Benediktsson birti mynd af undirgöngum í morgun.
Bjarni Benediktsson birti mynd af undirgöngum í morgun. Samsett mynd

Maður vikunnar, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, fór út að ganga í morgun. Hann birti kuldalega mynd af undirgöngum á Instagram-síðu sinni. Það hefur verið sýnt fram á að bestu hugmyndirnar koma oft í göngutúrum. 

„Gengið undir Reykjanesbraut í morgunsárið,“ skrifar Bjarni á Instagram. Það er mikið um að vera hjá Bjarna eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra í gær, þriðjudag. Það er ekki ólíklegt að nú sé tími til að sækja innblástur út í náttúruna. 

Það kemur ekki á óvart að Bjarni hreyfi sig enda þekktur fyrir slíkt. Þegar hann er ekki að hreyfa sig utandyra er hann duglegur að æfa í líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur meðal annars verið duglegur að mæta í World Class í gegnum tíðina og hefur hann sést við æfingar á Granda 101. 

Steve Jobs fór í hugmyndagöngutúra

Steve Jobs, stofnandi Apple, var þekktur fyrir að fara í göngutúra til þess að hreinsa hugann og þróa nýjar hugmyndir. Sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var við Stan­ford-há­skól­ann jókst sköp­un­ar­kraft­ur ein­stak­linga um 60 pró­sent við göngu­túra.

Steve Jobs var þekktur fyrir að fara út að ganga.
Steve Jobs var þekktur fyrir að fara út að ganga. Reuetrs



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda