Heppinn að lifa fyrsta fylleríið af

Tónlistarmaðurinn Major Pink Gunnar Ingi Valgeirsson er gestur Dagmála í dag þar sem hann segir sögu sína. Neyslusögu sína. Hann er búinn að vera án hugbreytandi efna síðan 1. febrúar þegar hann komst í meðferð í Krýsuvík. Hann á fjölmargar meðferðir að baki og fór í fyrstu meðferðina 17 ára gamall. Hann segir að það hafi ekki virkað því foreldrar hans hafi sent hann í meðferð. Í þættinum segir hann frá sínu fyrsta fylleríi sem fór úr böndunum. 

„Ég var í menntaskóla og var feiminn. Ég upplifði mig ekki sem part af hópnum. Ég sannfærði foreldara mína að það væri betra að þau myndu kaupa fyrir mig áfengi í stað þess að ég fengi það hjá ókunnugum,“ segir Gunnar Ingi. 

Hann komst hinsvegar aldrei á ballið sjálf og veit ekki hvernig hann komst heim. Ef dyravörður hefði ekki fundið hann rænulausan í miðbænum þá hefði hann kannski ekki lifað kvöldið af. 

„Ég fór í fyrirpartí í Mosó og kláraði vínið mitt mjög flótlega. Ég hugsaði: „Þetta er ekki nóg. Þetta getur ekki endað hérna. Ég verð að fá meira“. Það kom maður sem var allt of gamall til að vera í þessu partíi. Hann kom með þrjá lítra af landa. Ég fyllti glasið af landa og setti örlítið af Jarðarberja Svala út í. Þegar ég er búinn að drekka þrjú svona glös þá man ég ekki meira,“ segir Gunnar Ingi.

Þegar hann vaknaði daginn eftir kom ekki sú hugsun yfir hann að þetta hefði verið hræðileg upplifun - þvert á móti. 

„Djöfull var þetta gaman. Ég verð að gera þetta aftur,“ segir hann. 

Faðir hans, Val­geir Magnús­son sem er þekkt­ur aug­lýs­ingamaður, var gestur Dagmála á dögunum þar sem hann ræddi um líf aðstandans. 

Upp á síðkastið hefur Gunnar Ingi talað við fólk sem er eða hefur verið í sömu stöðu og hann. Fyrsti þátturinní þáttaröðinni Lífið á biðlista birtist á fimmtudaginn. Gunnar Ingi segir að fólk með fíknisjúkdóma eigi enga málsvara og flestir séu búnir að gefast upp á þeim. Það gangi hinsvegar ekki að það deyi einn á viku úr alkahólisma. Samfélagið verði að bregðast við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda