Alexander Petersson hætti að borða hveiti og pasta til að bæta heilsuna

Handboltastjarnan Alexander Petersson þurfti að breyta um lífsstíl til þess að laga íþróttameisli. Í heilsuþáttum Smartlands í samvinnu við Feel Iceland segir hann frá því hvernig hann breytti um lífsstíl. 

„Ég var alltaf meiddur í öxlinni og alltaf bólginn,“ segir Alexander. 

Hvað fórstu að borða til að reyna að laga öxlina?

„Ég hætti að borða pasta og brauð og allt hveiti. Byrjaði að taka chia fræ og „superfoods“ sem var á markaðnum. Það tók nokkrar vikur að venjast þessu. Það var eina leiðin til þess að komast út úr þessum meiðslum og núna gengur þetta mjög vel,“ segir hann. 

Alexander æfir mikið og drekkur gjarnan heilsudrykk á kvöldin til þess að efla sig.  

„Þetta er ekki eitthvað nammi,“ segir hann og hlær. 

Kvölddrykkur Alexanders

  • 1 banani
  • ½ avocado
  • 1 bolli bláber
  • 250-500ml mjólk (eftir smekk)
  • 1 tsk. Telomit sveppaduft
  • 1 tsk Schindele's steinefnaduft
  • 1 msk. Beyond Greens grænþörungar
  • 1 msk. Feel Iceland collagen 

Aðferð: 

  1. Allt sett í blandara og þeytt saman. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda