Ætlaði að verða eitthvað 2007 en missti tökin

Gunnar Ingi Valgeirsson er búinn að vera edrú síðan 1. febrúar á þessu ári. Eftir að hann varð edrú hefur hann fundið tilgang í því að tala við fólk sem er eða hefur verið í sömu sporum og hann sjálfur. Lífið á biðlista heita þættirnir en í dag talar hann við mann sem á átakanlega neyslusögu. 

„Mín neyslusaga er búin að vera blönduð. Ég er einhvern veginn þannig fíkill að ég nota allt sem er hugbreytandi. Hvort sem það er áfengi, eiturlyf, hreingerningarlögur eða eitthvað sótthreinsandi,“ segir maðurinn. 

Hann byrjaði að drekka af fullum þunga árið 2007 en þá var hann í skóla og vildi mennta sig.

„Ég byrjaði í áfengi 2007 en var samt í skóla og vildi verða að einhverju. Ætlaði að fara í nám og ná mér í menntun. Þetta varð mjög fljótt stjórnlaust,“ segir maðurinn og játar að fyrsta meðferðin hafi ekki verið neitt mál. Hann komst strax inn. Síðan þá eru meðferðirnar orðnar fjölmargar og alltaf lengist tíminn sem hann þarf að bíða eftir að komast í meðferð. 

Maðurinn beið síðast í eitt ár til þess að komast í meðferð í Krýsuvík. Í síðasta falli byrjaði hann að sprauta sig með Wellbutrin, sem er þunglyndislyf. Þessi neysla gerði það að verkum að hann varð veruleikafirrtur, fór í krampaköst og var sendur með sjúkraflugi til Akureyrar þar sem hann var lokaður inni á geðdeild. Hann segir frá því að á þessum tímapunkti hafi geðlæknir hans hringt hann inn í meðferð og gefið meðferðarstöðinni tvo kosti. Annaðhvort myndi meðferðarstöðin taka við honum eða fá að velja litinn á líkkistu hans. 

Lífið á biðlista

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda