Elísa Viðarsdóttir borðar próteinríkan morgunverð og sælgæti í hófi

Fótboltastjarnan og næringarfræðingurinn, Elísa Viðarsdóttir, leggur áherslu á að lifa í jafnvægi - ekki í öfgum þegar kemur að heilsunni. Í heilsuþátt­um Smart­lands í sam­vinnu við Feel Ice­land seg­ir hún frá morgunverði sínum og hvernig hún notar liti til að bæta mataræði sitt. 

„Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara. Ég hef tamið mér, síðan ég var barn, að hreyfa mig reglulega. Svo reyni ég að hugsa vel um næringuna og svefninn líka,“ segir Elísa. 

Þegar hún talar um jafnvægi berst talið að sælgætisáti. Þegar hún er spurð út í það segir hún að það sé allt í lagi að borða nammi ef grunnurinn í mataræðinu sé góður. Aðspurð að því hvort hún sé fylgjandi sælgætisáti neitar hún því en það sé allt í lagi að borða sælgæti  stundum. 

„Ég er ekki fylgjandi því alla daga alltaf. Ef grunnurinn er góður þá tökum við betur á móti öllum sætindunum. Í algeru hófi er ég alveg talsmaður þess,“ segir hún. 

Hún segir að það sé mikilvægt að borða kolvetni, prótein og fitu og hún leggur áherslu á að maturinn sé litríkur. 

„Ef við hreyfum okkur meira af meiri ákefð þá þurfum við meira af kolvetnum. Ef fólk er að lyfta lóðum þá þarf það meira af próteinum,“ segir Elísa. 

Hvers vegna viltu að fólk borði litríkt fæði?

„Við erum ekki að ná að borða nægilega mikið af ávöxtum og grænmeti. Það er talað um þessa fimm skammta á dag. Oft er talað um að einn skammtur sé eins og ein lúka. Til þess að ná þessum skammtastærðum yfir daginn þá þurfum við liti inn í mataræði. Það er rosa gott að reyna að tileinka sér það í hverri viku,“ segir Elísa. 

Morgunmatur Elísu Viðarsdóttur 

  • 200 g grísk jógúrt
  • 2 msk. Feel Iceland Collagenduft
  • 1 tsk. möndlusmjör
  • Bláber og niðurskornar plómur eftir smekk
  • ½ bolli múslí

Aðferð: 

  1. Setjið gríska jógúrtina í skál og hrærið collagenduftinu út í.
  2. Bætið möndlusmjörinu út í hrærið vel saman.
  3. Skreytið með bláberjum, plómum og setjið múslíið ofan á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda