Kelly Clarkson sýndi breyttan líkama

Söngkonan Kelly Clarkson hefur grennst á síðastliðnum vikum.
Söngkonan Kelly Clarkson hefur grennst á síðastliðnum vikum. Samsett mynd

Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson er nýjasta Hollywood-stjarnan sökuð um að notfæra sér sykursýkislyfið Ozempic, en lyfið hefur notið mikilla vinsælda hjá meðlimum Hollywood-elítunnar. 

Clarkson, sigurvegari fyrstu þáttaraðar American Idol og ein vinsældasta söngkona Bandaríkjanna, hefur verið þekkt fyrir að rokka upp og niður í þyngd enda viðurkennt að elska sveittan mat og fyrirlíta líkamsrækt. Síðastliðin ár hefur söngkonan þó leyft íturvöxnum líkama sínum að njóta sín en nú á dögunum frumsýndi Clarkson glænýtt útlit.

Söngkonan mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, og sýndi þar myndarlegt þyngartap. Hún birti einnig myndir og myndskeið á Instagram og voru flestir fylgjendur stjörnunnar sammála um að þyngdartapið gæti aðeins verið Ozempic „að þakka“ og hvöttu Clarkson til að viðurkenna það. Aðrir sögðu þyngdartapið bara vera skilnaðarhefnd, en Clarkson sótti um skilnað frá umboðsmanninum Brandon Blackstock í júní 2020 eftir sjö ára hjónaband. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda