„Ég reyni alltaf að hlusta á líkamann“

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, veit að það er fátt mikilvægara fyrir manneskju en góð heilsa. Hann leggur ríka áherslu á daglega hreyfingu og gert lengi, en Gummi kíró er fyrrverandi vaxtarræktarkappi og starfaði einnig sem einkaþjálfari áður en hann menntaði sig sem kírópraktor í Svíþjóð. 

„Ég reyni að taka æfingu á hverjum degi,“ segir Gummi kíró. „Mér finnst mikilvægt að breyta til en ég skipti vikunni upp og lyfti þungu ásamt því að stunda æfingar með fókus á endurheimt og hámarks brennslu. Ég reyni alltaf að hlusta á líkamann og fer bara algjörlega eftir því sem hann leyfir mér,“ útskýrir hann. 

Gummi kíró segist einnig byrjaður að stunda jóga í heitum sal. „Ég finn gríðarlegan mun á mér enda ekkert að yngjast,“ segir áhrifavaldurinn og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda