Fer í fitueyðingu og hárígræðslur

Joey Fatone hefur gert það gott með NSYNC.
Joey Fatone hefur gert það gott með NSYNC. Samsett mynd

Joey Fatone, liðsmaður NSYNC, viðurkenndi nýverið að hafa gengist undir þónokkrar lýtaaðgerðir í gegnum árin og segist ekki skammast sín fyrir neitt né sjá eftir neinu. 

„Þessum aðgerðum fer fjölgandi og þetta er að aukast mikið,“ sagði Fatone í viðtali við tímaritið People sem birtist á laugardag. „Þú heyrir færri sögur af karlmönnum enda eru þeir oft og tíðum feimnari eða vandræðalegri með þetta, en þetta er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Fatone. „Ég er aldrei hræddur við að segja fólki frá því sem ég læt gera.“

Fatone, sem er 46 ára, greindi nýverið frá því að hafa gengist undir fitueyðingu sem kallast AirSculpt, en sú hjálpaði söngvaranum að losna við óæskilega fitu á bæði höku- og magasvæði. Fatone sagðist einnig fara í reglulegar hárígræðslur til að hylja skallabletti.

Söngvarinn skaust upp á stjörnuhimininn sem liðsmaður NSYNC, en poppsveitin tók nýverið saman aftur eftir gott hlé og eru þeir sagðir vera að vinna í nýrri plötu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda