Garðar Sigvaldason einkaþjálfari í Sporthúsinu er einn af þessum af þessum grjóthörðu þjálfurum sem gefa engan afslátt. Hann er þó alls ekki á því að fólk eigi að vera á einhverjum hundleiðinlegum matarkúrum en í heilsuþáttum sem unnir eru í samvinnu við Feel Iceland segir hann frá því að fólk þurfi að borða meira prótein ef það ætlar að brenna fitu.
„Ég er hrifinn af fjölbreyttu mataræði,“ segir Garðar og bætir við.
„Ég vil engar öfgar. Bara kjúkling, kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sumir eru á móti ávöxtum, en ég borða ávexti alla daga. Ég leyfi mér allt en í hófi.“
Hvað hefur reynst þér best?
„Ég tek aldrei þessa kúra sem hafa dottið inn. Ketó, föstur, ég er bara ekki hrifinn af því og ég hef ekki trú á því,“ segir hann.
Hvers vegna ekki?
„Ég er búinn að testa að hluta til og þetta virkar ekki á mig.“
Garðar segir að það sé ekki gott að fara fram og til baka og fólk verði að finna jafnvægi þegar kemur að mataræði og hreyfingu. Í fyrra var hann á leiðinni í aðgerð á öxl þegar hann breytti örlítið mataræði sínu sem hafði jákvæð áhrif.
„Ég var á leið í aðgerð á öxl. Gat varla æft en fór að taka inn collagen fyrir ári síðan og nú er ég búinn að fresta aðgerðinni því ég finn ekki fyrir henni,“ segir hann.
Garðar segir að ef fólk vilji minnka ummál sitt þurfi það að borða meira prótein.
„Það er bara þannig að prótein brennir fitu. Ef þú ert hærri í próteinum þá er það gott fyrir vöðvana og aukinn vöðvamassi eykur brennsluna. Tala nú ekki um fyrir okkur sem erum komin af léttasta skeiðinu. Maður er ekkert unglamb lengur.“
Heilsuskál Garðars
Aðferð: