Hvaða vítamín þarftu til að minnka hárlos?

Líflaust hár getur orsakast af röngu matarræði.
Líflaust hár getur orsakast af röngu matarræði. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk glímir að jafnaði við meira hárlos á veturna heldur en á sumrin. 

Almennt missir fólk um 50 til 100 hár á degi hverjum án þess að taka eftir því. Hárlos umfram það getur verið hvimleitt og valdið mörgum hugarangri. Hárlos getur stafað af ýmsum ástæðum og margir telja að árstíðir gætu haft eitthvað að segja.

„Það eru engar stórar rannsóknir sem styðja þessa tilfinningu hins vegar eru ýmsar kannanir og athuganir sem sýna að hárlos aukist á veturna. Það gæti verið til dæmis vegna minnkandi D-vítamíns í líkamanum en D-vítamín minnkar á dimmustu mánuðum,“ segir lyfjafræðingur í viðtali við The Sun. 

„Þá hefur járn, zink, A, B, C og E-vítamínskortur einnig verið tengdur við hárlos.“

Margir mæla með að stilla hárþvotti í hóf á veturna en þurr hársvörður getur ýtt undir hárlos og stundum þarf að skipta um sjampó á veturna.

„Það sem hefur virkað á sumrin er kannski of sterkt á veturna en sjampó og hárnæring getur skaðað hárið sé það of sterkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda