Þetta gerir Jana til þess að verða sjaldan veik

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur og heilsumarkþjálfi flutti til Lúxemborgar 2007. Þar kviknaði áhuginn á heilsutengdum málefnum. Hún sökkti sér ofan í hráfæði og segist hafa prufað allar tegundir að mataræði. Í heilsuþátt­um sem unn­ir eru í sam­vinnu við Feel Ice­land segir hún frá því að núna borði hún allt en sé þó alltaf með hollustu í forgrunni. Jana, sem rekur vefinn, jana.is, segist drekka mikið af heimagerðum engiferskotum til þess að passa upp á að fá ekki flensur. 

„Það er mikilvægt að eiga alltaf engiferskot í ísskápnum. Það er hreinsandi og bólgueyðandi engiferið, geggjað í öllum þessum pestum.“

Þú verður aldrei veik?

„Mjög sjaldan.“

Engifer og kollagen skot

  • Safi úr 1 sítrónu
  • Væn fersk engiferrót, um það bil 8 cm, þrifin (ég helli sjóðandi vatni yfir og læt þetta liggja í nokkrar mínútur, skrúbba og hef hýðið á)
  • 750 ml vatn
  • 2-3 msk. hunang eða hlynsýróp (má alveg sleppa)
  • 2 -3 msk Feel Iceland collagen duft
  • Pínu svartur pipar

Aðferð: 

Allt sett í  blandara og blandað mjög vel saman.

„Flestum finnst gott að sigta mesta hratið frá og geyma þannig í flösku inni í ísskáp. Ég mæli með því að frysta hratið og nota í þeytinga eða setja í tegrisju og hella heitu vatni yfir því þá getur fólk fengið ferskt engiferte,“ segir Jana. 

Hristið flöskuna vel og fáið ykkur skot a morgnana.

Geymist í allt að viku í ísskáp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda