Bestu og verstu kúrarnir fyrir heilsuna

Flestir hafa prófað ýmsa megrunarkúra í gegnum tíðina - en …
Flestir hafa prófað ýmsa megrunarkúra í gegnum tíðina - en kannski ekki Miðjarðarhafskúrinn? mbl.is/Colourbox

Margir þurfa að huga að þyngdinni með meðvituðum hætti og prófa ýmsa kúra í því skyni. US News & World tók saman lista yfir bestu og verstu kúrana fyrir árið 2024 en listinn er byggður á einkunnagjöf valinna heilsu- og næringarsérfræðinga sem sérhæfa sig einna helst í sykursýki, hjartaheilsu og þyngdartapi. Hver kúr var metinn út frá næringarviðmiðum, áhættuþáttum og ávinningum fyrir heilsu og hvort hægt sé að viðhalda lífsstílnum til langs tíma. 

Besti kúrinn reyndist vera miðjarðarhafs matarræðið sem einblínir á næringarríkan og fjölbreyttan mat. Grænmeti, hnetur, fiskur og kjúklingur er meðal þess sem neytt er á þessu matarræði. Aðrir góðir kúrar voru DASH-kúrinn, MIND-kúrinn og Mayo Clinic-kúrinn.

Neðst á listanum er hráfæðiskúrinn sem gengur út á það að borða eingöngu mat sem hefur ekki verið eldaður og er í sínu náttúrulegasta formi án aukaefna. Helsti ókostur þessa matarræðis er að hann takmarkar fæðu sem getur almennt talist næringarrík. Það er til dæmis oft auðveldara fyrir líkamann að fá næringu úr mat eftir að hann hefur verið eldaður. Þá er erfitt að fá nægt prótín með þessu matarræði og nægar hitaeiningar. Takmarkanirnar eru því margar og það er töluvert erfitt að viðhalda þessum lífsstíl til langs tíma. Aðrir kúrar sem lentu neðarlega á listanum voru meðal annars Herballife-kúrar, Dukan-kúrinn og Atkins-kúrinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda