Öðlaðist heilsu með breyttum lífsstíl

Martine McCutcheon er í dag sátt í eigin skinni.
Martine McCutcheon er í dag sátt í eigin skinni. Skjáskot/Instagram

Breska leikkonan Martine McCutcheon segist hafa öðlast heilsu eftir að hún breytti um lífsstíl en margir þekkja leikkonuna úr jólamyndinni Love Actually.

McCutcheon sem er 47 ára þjáist af ýmsum kvillum á borð við Lyme sjúkdóminn, krónískt ME (langvarandi krónísk þreyta) og vefjagigt. Hún hafi því þurft að taka heilsuna föstum tökum og það hafi tekið langan tíma að finna út úr því hvað hentaði hennar líkama best.

Á síðustu árum hefur hún talað máli ýmissa kúra eins og til dæmis The Cambridge Diet Plan, sem felur í sér að telja hitaeiningar en nú segist hún vera hætt öllum megrunarkúrum og fylgir eigin innsæi.

Hennar helsta ráð er að borða mikið af grænmeti með hverri máltíð. 

„Mér finnst mikilvægt að hvetja konur til þess að verða besta útgáfan af sjálfri sér,“ segir McCutcheon í viðtali við The Mirror.

„80% vikunnar borða ég bara góð prótein, grænmeti og ávexti. Svo leyfi ég mér eitthvað góðgæti hin 20 prósentin. Það hefur tekið mig langan tíma að grandskoða allt sem er þarna úti og gera bara það sem hentar mér. Þetta snýst ekki bara um að fara á einhvern kúr. Þetta er ekki svo einfalt.“

McCutcheon vann með ráðgjafa að mataráætlun og þurfti að passa að grennast ekki of hratt vegna veikinda sinna en Lyme sjúkdómurinn lék líkama hennar grátt.

„Ég þurfti að grennast aðeins hægar en meðalmaðurinn en ég átti svosem von á því þar sem hinir ýmsu kúrar höfðu ekki virkað að ráði.“

Leikkonan segist vera stolt af sjálfri sér. „Það tók mig langan tíma að verða móðir og ég þurfti að yfirstíga margar hindranir. Líkaminn gjörbreyttist. Líkamar kvenna eru flóknir og viðkvæmir.“

Martine McCutcheon glímir við ýmis heilsufarsleg vandamál og þarf að …
Martine McCutcheon glímir við ýmis heilsufarsleg vandamál og þarf að passa matarræðið. Skjáskot/Instagram
Martine McCutcheon segist hafa sleppt öllum matarkúrum og segir mikið …
Martine McCutcheon segist hafa sleppt öllum matarkúrum og segir mikið grænmeti vera lykillinn að vellíðan. Skjáskot/Instagram
Martine áður en hún hóf vegferðina að bættri heilsu.
Martine áður en hún hóf vegferðina að bættri heilsu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda