Þetta gerist þegar maður hættir að stunda kynlíf

Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. En það gerist ekkert …
Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. En það gerist ekkert þó maður stundi ekki kynlíf. Unsplash.com

Kynlíf getur verið gott fyrir líkama og sál en hvað gerist þegar maður stundar ekki lengur kynlíf? Verður einhver breyting á líkamanum?

„Manneskja sem stundaði mikið kynlíf, en gerir það einhverra hluta vegna ekki lengur, getur upplifað pirring eða mikla löngun í kynlíf,“ segir Christine Rafe, kynlífsfræðingur í viðtali við Body&Soul.

„Þér finnst líkaminn kannski vera að fara í gegnum miklar breytingar við kynlífsleysið en svo er ekki. Þar sem mikið er rætt um jákvæðar afleiðingar kynlífs fyrir líkama og sál þá eru samt í raun engar neikvæðar afleiðingar við kynlífsleysi.“

Dettum úr æfingu

„Við gætum hins vegar orðið ónæmari fyrir kynlífsathöfnum. Líkt og að vera ekki í æfingu og með minna sjálfstraust þegar kemur að bólfimi. En þetta eru hvorki líffræðilegar breytingar né varanlegar breytingar.“

„Engar rannsóknir benda til þess að það sé slæmt að stunda ekki kynlíf. Það eru hins vegar kostir við að stunda kynlíf. Kynlíf kallar fram ánægjuhormón, hvort sem maður stundar kynlíf einn með sjálfum sér eða með öðrum. Þessi hormón bæta andlega heilsu og veita manni orku.“

Má gera aðra hluti til að líða vel

„Þá er kynlíf gott fyrir sambönd og skapar mikilvæga nánd á sama tíma og manni líður betur.“

„Þá hafa rannsóknir sýnt fram á fylgni á milli hærri sáðlátstíðni og minnkandi tíðni á blöðruhálskrabbameini. Það má vinna í því bæði einn með sjálfum sér eða með öðrum.“

„Svo má framkalla þessi vellíðunarhormón með öðrum hætti eins og til dæmis dansi, nuddi, hugleiðslu, söng, hlátri og að gera eitthvað nýtt og krefjandi. Þá er gott að faðma fólk, ná augnsambandi, haldast í hendur og hafa innihaldsrík samtöl.“

„Kynlíf getur verið frábær hluti af lífinu en er samt ekki nauðsynlegur fyrir heilbrigt og gott líf. Ef kynlífsleysi er ekki að valda streitu eða óhamingju þá er það bara af hinu góða. Það er hægt að eiga frábært líf án kynlífs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda