Gott að borða á 24 tíma fresti

Rannsóknir benda til þess að gott sé að borða á …
Rannsóknir benda til þess að gott sé að borða á 24 tíma fresti. mbl.is/Thinkstockphotos

Það að fasta getur minnkað líkurnar á sjúkdómum eins og sykursýki og Alzheimers. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Cambridge háskóla. 

Í rannsókninni kom í ljós að það að láta líða 24 klukkustundir á milli máltíða gæti minnkað skaðlegar bólgur í líkamanum og örvað framleiðslu mikilvægra fitusýra.

Föstur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið sem leið til þess að léttast og viðhalda heilbrigði fruma líkamans.

Því hefur lengi verið haldið á lofti að mannslíkaminn sé ekki gerður til þess að vera á stöðugu snakki yfir daginn. Þvert á móti sé líkaminn forritaður þannig að það eigi að líða langt á milli máltíða og sé það í takt við það sem maðurinn upplifði í árdaga þegar hann þurfti að veiða sér til matar.

Sérfræðingar segja að með reglulegum föstum fái líkaminn tíma til þess að gera nauðsynlegar viðgerðir á líkamanum og sinna viðhaldi til þess að halda frumum hans heilbrigðum. Ef við erum hins vegar alltaf að borða og hækka blóðsykurinn þá er líkaminn ekki eins vel í stakk búinn til þess.

Bólgur eru viðbrögð ónæmiskerfisins við áreiti. Líkaminn fer í vörn og reynir að lágmarka skaða. En viðvarandi bólguástand hefur verið tengt við ýmsa sjúkdóma.

„Við erum mjög áhugasöm um að skilja hvað liggur að baki langvarandi bólguástandi líkamans í tengslum við sjúkdóma,“ segir Clare Bryant frá læknadeild Cambridge háskóla í viðtali við The Times.

„Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að bólgur eiga þátt í ýmsum sjúkdómum á borð við offitu, Alzheimers og Parkinson. Margt sem hrjáir eldra fólk í hinum vestræna heimi.“

Í rannsókninni voru þátttakendur beðnir um að borða máltíð með 500 hitaeiningum, fasta í 24 klukkustundir og borða svo aftur 500 hitaeiningamáltíð. Á meðan á föstunni stóð jókst magn fitusýra sem gátu unnið á bólgum líkamans. Magnið minnkaði svo aftur þegar næst var borðað.

„Þetta gefur okkur vísbendingar um hvernig við getum tileinkað okkur ákveðið mynstur í matarræði sem verndar okkur gegn bólgum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda