Agndofa yfir nýjum línum Lizzo

Lizzo sýndi ótrúlegan mun.
Lizzo sýndi ótrúlegan mun. Samsett mynd

Tónlistarkonan Lizzo hefur verið ófeimin við að sýna íturvaxin líkama sinn alveg frá því hún skaust upp á stjörnuhimininn árið 2019. Lizzo hefur notað tónlist sína sem ákveðinn miðil til að berjast gegn líkamssmánun og fitufordómum og hefur reglulega fordæmt þá sem setja út á líkama hennar og annarra. 

Hún hefur lengi leyft fólki að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum en tónlistarkonan birtir mjög reglulega myndir og myndskeið af sér. Nýlega hefur Lizzo mikið sýnt frá æfingum í líkamsræktarsalnum og hollum og góðum máltíðum, en tónlistarkonan er grænkeri til nokkurra ára og vekur það gjarnan athygli. 

Í fyrradag birti tónlistarkonan myndir af sér á Instagram í glæsilegum leðurkjól sem hún klæddist á Grammy-verðlaunahátíðina. Fylgjendur hennar voru margir hverjir orðlausir yfir útliti hennar. Af myndum að dæma þá er Lizzo búin að léttast þó nokkuð en hundruðir þúsunda líkuðu við færslur hennar á samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

Ekki sú eina í Hollywood-heiminum

Fleiri heimsþekktar söngkonur hafa vakið athygli fyrir breytt vaxtarlag á síðustu árum, en slíkt er alls ekki óþekkt í Hollywood. Má þar helst nefna Adele og Kelly Clarkson.

Adele var frá upphafi ferils síns þekkt fyrir ávalar línur. Fyrir tæplega fjórum árum kom hún umheiminum á óvart þegar hún birti ljósmynd í tilefni af 32 ára afmæli sínu. Ljósmyndin vakti heimsathygli enda sýndi hún söngkonuna í nýju ljósi, en Adele lagði upp í heljarinnar heilsuferðalag stuttu eftir skilnað sinn við Simon Konecki. 

View this post on Instagram

A post shared by Adele (@adele)

Söng­kon­an Kelly Clarkson mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonig­ht Show Starring Jimmy Fallon, í nóvember á síðasta ári og sýndi þar mynd­ar­legt þyng­ar­tap.

Margir telja að hið svokallaða töfralyf, Ozempic, hafi hjálpað Clarkson að léttast en nýlega viðurkenndi hún að hafa greinst með forsykursýki fyrir örfáum árum og að það hafi leitt til þyngd­artaps­ins og breyttra lífs­venja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda