Ýtir undir umræðu um megrunarlyfið

Oprah Winfrey er opinská um megrunarlyfið og vill breyta hugarfari …
Oprah Winfrey er opinská um megrunarlyfið og vill breyta hugarfari fólks um offitu. AFP

Stutt er síðan Oprah Winfrey opnaði sig um notkun á sykursýkislyfinu Ozempic sem nú er vinsælt að nota við ofþyngd. Á heimasíðu Winfrey, Oprahdaily.com, eru nú birtar greinar þar sem sérfræðingar svara spurningum sem helst brenna á fólki varðandi lyfið. Spurningarnar eru á þessa leið og eru það Sarah Adler prófessor við Stanford háskóla og Judith Korner læknir og prófessor við Columbia háskólann.

Er hægt að verða of grannur?

„Ég hef aldrei séð það gerast. Ef maður vill hætta að léttast þá einfaldlega hættir maður að taka lyfið,“ segir Adler.

Hvað með Sharon Osbourne? [Osbourne sagðist hafa orðið of grönn á lyfinu, hætti að taka það og hefur ekki þyngst]

„Ég get ekki tjáð mig sérstaklega um Osbourne. En ég get sagt að oft fylgist að ofþyngd og brengluð líkamsmynd eða átröskun. Ef einhver hefur glímt við slíkt á lífsleiðinni þá er líklegt að hann leiti í lyf sem þessi. Þá getur fituskömm og fitufordómar leitt til þess að fólk sæki í lyfin,“ segir Adler.

Þyngist ég aftur ef ég hætti að taka inn lyfin?

„Líklega. En fólk verður að setja þetta í samhengi. Ég myndi aldrei segja fólki að hætta að taka inn blóðþrýstingslyf um leið og þau eru farin að virka. Maður þarf að vera á þeim lyfjum eins lengi og þörf er á. Það á líka við um fleiri lyf. Offita er krónískur sjúkdómur og sama lógík um lyfjagjöf gildir um þann sjúkdóm eins og aðra,“ segir Korner.

Get ég hætt og byrjað aftur?

„Ef þú vilt. Það virðast ekki vera neinar neikvæðar afleiðingar þess aðrar en þær að hætt er á að viðkomandi þyngist aftur. Offita er sjúkdómur sem fer aðeins á meðan maður meðhöndlar sjúkdóminn. Ef maður hættir þá þarf maður að byrja frá byrjunarreit, með mjög lágum skammti sem er aukinn smám saman.“

Má skipta um lyfjategund?

„Já, en það þarf að gæta skömmtunina ef maður t.d. skiptir úr semaglutide í tirzepatide. Það þarf því að gera það í samráði við lækni. Ef læknirinn vill ekki vinna með þér þá þarftu að skipta um lækni.“

Er hægt að taka þetta við þyngdaraukningu á breytingaskeiðinu?

„Lyfin hjálpa manni að léttast en þau hafa hins vegar ekki áhrif á hvernig fitan dreifist um líkamann. Á breytingaskeiðinu verða konur varar við meiri fitu á magasvæðinu,“ segir Korner.

Mun ég upplifa hárlos?

„Það gæti gerst. Fólk upplifir gjarnan hárlos þegar það léttist. Líkaminn túlkar þyngdartapið sem streitu. Hárlosið er þó ekki varanlegt. Það mun vaxa aftur þegar maður hættir að léttast. Þá er mikilvægt að borða hollan og næringaríkan mat.“

Hvað ef ég vil bara missa nokkur kíló?

„Hafa ber í huga að þessi lyf eru samþykkt fyrir fólk sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Líkamsstuðullinn BMI verður að vera 30 eða hærri. Eða þá í kringum 27 ef einhverjir heilsutengdir áhættuþættir eru til staðar eins og hár blóðþrýstingur eða sykursýki. Persónulega hef ég ekkert á móti því að allir taki þetta sem telja sig þurfa á því að halda en ríkið mun þó ekki niðurgreiða lyfin fyrir þá,“ segir Korner.

Mun ég njóta matarins?

„Ef þú tekur inn lyfin þá muntu njóta matar eins og áður. Þú verður bara saddur fyrr og borðar minna. Bragðskynið gæti breyst. Sumir segjast finna minna bragð af kaffi, áfengi og sætindum. Margir hafa tekið eftir því að ættingjar móðgist yfir hversu lítið þeir borða en í mörgum menningarheimum er matur tákn fyrir ást og kærleika. Fólk verður bara að finna nýjar leiðir til þess að sýna væntumþykju.“

Oprah Winfrey á Grammy verðalaunaafhendingunni fyrir skömmu.
Oprah Winfrey á Grammy verðalaunaafhendingunni fyrir skömmu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda