„Glúkósagyðjan“ veit mikilvægi þess að viðhalda jöfnum blóðsykri

Jessie Inchauspé veit allt um blóðsykur.
Jessie Inchauspé veit allt um blóðsykur. Samsett mynd

Franski lífefnafræðingurinn Jessie Inchauspé kom eins og ferskur andblær inn í umræðu um lífsstíl og mataræði með hollráðum sínum til að jafna blóðsykurinn. Hún gaf út bókina Blóðsykursbyltingin (e. Glucose Revolution) snemma árs 2022 sem náði ófyrirsjáanlegum heimsvinsældum. Inchauspé fylgdi vinsældunum eftir með Fjórar vikur fjögur ráð (e. The Glucose Goddess Method) sem rauk einnig beint á topp metsölulista víða um heim. 

Inchauspé, alla jafnan köllum „glúkósagyðjan“, hefur getið sér gott orð fyrir að setja fram vísindalegar staðreyndir um blóðsykursstjórnun á einfaldan og auðskilinn máta og er það, það sem gerir bækur hennar svona ótrúlega vinsældar. 

Lífefnafræðingurinn og metsöluhöfundurinn gaf sér nokkrar mínútur til að svara fáeinum spurningum. Inchauspé er stödd í Parísarborg um þessar mundir en sjálf segist hún vera mikil flökkukind.

Fyrri bók Inchauspé fór sigurför um heiminn.
Fyrri bók Inchauspé fór sigurför um heiminn.

„Fyrir alla þá sem langar að líða betur“

Erlendur bókaútgefandi hafði samband við Inchauspé fyrir örfáum árum síðan eftir að hafa rekist á Instagram-reikning hennar. Hún heldur úti vinsælli samfélagsmiðlasíðu og er með milljónir fylgjenda. „Ég var beðin um að skrifa bókina. Aldrei hefði mér dottið í hug að vinnan mín myndi vekja svona mikla athygli og í þessu formi,“ segir Inchauspé. 

„Ég vissi alltaf að ég vildi hjálpa fólki að öðlast sjálfstæði þegar kemur að heilsunni. Vinna mín sem lífefnafræðingur hefur nú hjálpað mér að koma þessum skilaboðum áleiðis til fólks og á auðveldan og aðgengilegan máta. Það besta er að efnið er stutt með vísindalegum sönnunargögnum sem geta hjálpað hverjum sem er að bæta líkamlega og andlega heilsu sína,“ útskýrir hún. „Bækurnar eru fyrir alla þá sem langar að líða betur.“

Jessie Inchauspé ferðast um allan heim að ræða um heilsu, …
Jessie Inchauspé ferðast um allan heim að ræða um heilsu, mataræði og blóðsykur. Ljósmynd/Aðsend

Hvað var það sem vakti athygli lesenda?

„Fólk heldur áfram að verða veikara og veikara og við þurfum einfaldlega að beita almennri skynsemi og leita í alvöru vísindi til að skera upp herör gegn markaðssetningu hins svokallaða matarlandslags sem við búum við í dag.“

Vinsældir bókanna komu Inchauspé þó verulega á óvart. „Ég vissi bara að þessi vísindi þyrftu að komast út í umheiminn og er ég því mjög ánægð að þau náðu þessum vinsældum og athygli,“ segir hún. 

Helsti orkugjafi líkamans

Til að koma jafnvægi á blóðsykurinn er mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat, en glúkósi er mikilvægasti orkugjafi líkamans, sérstaklega fyrir heilann. 

Ein af uppáhalds máltíðum Inchauspé, tveggja eggja ommeletta með tómötum …
Ein af uppáhalds máltíðum Inchauspé, tveggja eggja ommeletta með tómötum og fetaosti. Ljósmynd/Aðsend

Af hverju er mikilvægt að halda jafnvægi á blóðsykrinum? 

„Óstöðug blóðsykursgildi geta haft víðtæk áhrif og margvíslegar afleiðingar, allt frá þreytu til bólgna, hormónaójafnvægis og sykursýki II,“ segir Inchauspé, en sykursýki II er talinn sá sjúkdómur sem fer mest vaxandi í heiminum. 

Ertu með góð ráð til að viðhalda jöfnum blóðsykri?

„Já, ég er með mörg góð ráð í bókum mínum en einblíni á þau fjögur mikilvægustu í seinni bókinni, Fjórar vikur fjögur ráð. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að byrja daginn á bragðmiklum morgunmat en svo skiptir hreyfing að sjálfsögðu máli.

Í seinni bók sinni segir Inchauspé frá sínum fjórum helstu …
Í seinni bók sinni segir Inchauspé frá sínum fjórum helstu heilsuráðum.

Eplaedik og grænmeti í forrétt eru einnig lykilráð til að viðhalda jöfnum blóðsykri.“ Inchauspé mælir með að borða grænmeti stuttu fyrir aðalrétt en það gerir líkamanum meðal annars kleift að nýta trefjaefnin í grænmetinu til að draga úr glúkósastuðli máltíðarinnar.

Ásamt bókum sínum þá er metsöluhöfundurinn einnig með Youtube-seríu, Glucose Revolution, en þar ræðir hún allt tengt blóðsykri og þessa vísindalegu byltingu sem er bara rétt að byrja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda