„Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu“

Brynjar Steinn Gylfason opnaði sig um mini-hjáveituaðgerð sem hann gekkst …
Brynjar Steinn Gylfason opnaði sig um mini-hjáveituaðgerð sem hann gekkst undir fyrir ári síðan. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, deildi því með fylgjendum sínum á Instagram að fyrir ári síðan hafi hann gengist undir mini-hjáveituaðgerð. 

Í færslunni segist Brynjar hafa verið í ofþyngd frá því hann man eftir sér og prófað allskonar megrunarkúra. Þá viðurkennir hann að hafa verið með fordóma fyrir aðgerðum sem þessum en í dag sjái hann alls ekki eftir ákvörðun sinni. 

„Ég hef alltaf verið í ofþyngd síðan ég man eftir mér“

„Fyrir ári síðan tók ég bestu ákvörðun í heimi fyrir sjálfan mig og fór í mini-hjáveitu. Í byrjun árs 2023 var ég alveg kominn á botninn og langaði ekki að lifa lengur. Ofþyngdin var virkilega farin að taka sinn toll af líkamlegri og andlegri heilsu og getu.

Ég hef alltaf verið í ofþyngd síðan ég man eftir mér og prófað allskonar megrunarkúra. Ég hef meðal annars farið á meðferðamiðstöð fyrir matarfíkn og stanslausar ferðir til næringarfræðings síðan ég var barn, en án árangurs. Ég glímdi við eigin fordóma fyrir aðgerðum eins og þessum en ég vissi að þetta var orðið það eina í stöðunni - og ég sé alls ekki eftir því í dag. Margir horfa á svona aðgerðir sem “svindl” en ég horfi á þetta sem hjálpartæki. Það er hellings vinna sem fylgir því að fara í stóra aðgerð sem þessa. Hármissirinn, allt stressið og að þurfa að læra að borða upp á nýtt er meðal þess sem fylgir. Þetta hefur tekið mikið á og hefur alls ekki alltaf verið auðvelt.

Það eina sem ég hef tapað eru 70 kg og léttirinn og gleðin leynir sér ekki. Foreldrar mínir og vinir áttu stóran þátt í því að þetta gat orðið að veruleika og ég er þeim ævinlega þakklátur. Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu og loksins elska ég sjálfan mig og lífið,“ skrifar Brynjar í færslunni og birtir myndaröð frá ferlinu. 

View this post on Instagram

A post shared by BRYNJAR (@binniglee)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda