Svona verður húðin heilbrigðari án áfengis 

Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifar um áfengisneyslu í nýjum pistli …
Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifar um áfengisneyslu í nýjum pistli á Smartlandi.

Lára G. Sig­urðardótt­ir, lækn­ir og eig­andi Húðar­inn­ar, skrif­ar um áfeng­isneyslu og hvaða áhrifa hún hef­ur á húðina í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi. 

„Ég ætla að hætta að drekka á morg­un“ hljóm­ar kunn­ug­lega, en ekki ein­ung­is und­ir tón­um slag­ar­ans Blind­full­ur eft­ir Val­geir Guðjóns­son og Sig­urð Bjólu. Segja má að við menn­irn­ir höf­um átt í storma­sömu sam­bandi við áfengi í yfir 9.000 ár, en við byrjuðum að brugga áfengi löngu áður en við fór­um að skrifa. Líkt og með önn­ur fíkni­efni nær áfengi helj­ar­tök­um á heil­an­um. Við not­um allskon­ar af­sak­an­ir til að fá okk­ur í glas. Í hug­an­um hljóma setn­ing­ar eins og: „Fyrst Frakk­ar drekka dag­lega, þá hlýt­ur að vera í lagi að ég geri það“ eða „Ég á skilið smá verðlaun í kvöld“. Svo er áfengi í aðal­hlut­verki í flest­um sam­kom­um. Tog­streita magn­ast milli þess hluta heil­ans sem stjórn­ar hvöt­um og þess sem sér um að hafa vit fyr­ir okk­ur. Að dreyma um góðar stund­ir með vínglas um hönd tog­ast á við veru­leik­ann að vín­inu fylg­ir fórn­ar­kostnaður. Það get­ur því orðið þraut­inni þyngra að stjórna sop­an­um. Stephen King, sem er edrú í dag, lýsti þessu sam­bandi vel: „Það að segja alkó­hólista að hætta að drekka er eins og að segja manni með ræpu að halda í sér“.

Að skoða sam­bandið við áfengi gagn­ast ekki bara þeim sem veikj­ast af áfeng­is­sýki. Vín­andi - í hvaða umbúðum sem hann kem­ur: bjór, létt­víni eða sterku - er nefni­lega þekkt eit­ur sem hef­ur víðtæk áhrif. Et­anól er smá­gert fitu-og vatns­leys­an­legt efna­sam­band sem smeyg­ir sér óhindrað inn í all­ar frum­ur lík­am­ans og hef­ur með því áhrif á starf­semi húðar­inn­ar. Með því að halda sig frá áfengi (eða nota það í miklu hófi) stuðlum við því að heil­brigðari húð með ýms­um hætti: 

  1. Fersk­ara út­lit því áfengi er bólgu­vald­andi og los­ar hista­mín sem get­ur gert húðina rauðþrútna ásamt því að valda þrota kring­um augu. Þessi ein­kenni eru mest áber­andi hjá fólki með ljósa húð. 
  2. Fyllt­ari og auk­inn ljómi í húð, því áfengi get­ur valdið húðþurrki með því að hindra los­un vasopress­in, en það er horm­ón sem eyk­ur vökv­a­los­un og sér til þess að við séum ekki síp­iss­andi á næt­urna. Þurr húð ger­ir and­lits­lín­ur meira áber­andi auk þess sem húðin verður líf­laus á að líta.
  3. Nærðari húð því áfengi get­ur valdið nær­ing­ar­skorti á nokkra vegu, t.d. með því að draga úr upp­töku nær­ing­ar­efna um melt­ing­ar­veg­inn. Skort­ur á nær­ing­ar­efn­um get­ur valdið ýms­um húðvanda­mál­um, en helstu nær­ing­ar­efni sem tap­ast eru amínó­sýr­ur, víta­mín A, B, C, D, E og K ásamt steinefn­un­um járni, magnesí­um, sink og selen sem öll gegna mik­il­væg­um störf­um í húðinni.
  4. Hraust­legri húð því áfengi get­ur kallað fram, rós­roða, psóríasis og fleiri bólgu­sjúk­dóma í húð. Þekkt er að áfengi ýtir und­ir bólgu með tvenn­um hætti. Ann­ars veg­ar með því að skaða frum­ur beint og hins veg­ar með því að örva los­un svo­kallaðra fitu­fjöl­sykra úr þarma­flór­unni. Þess­ar fitu­fjöl­sykr­ur virðast spila lyk­il­hlut­verk í bólgu, en áfengi örv­ar einnig flutn­ing þeirra gegn­um þarma­vegg­inn inn í blóðrás­ina. Við niður­brot áfeng­is í lifr­inni mynd­ast auk þess hvarf­gjarn­ar súr­efn­is­sam­eind­ir sem ýta enn frek­ar und­ir bólgu. 
  5. Færri ból­ur því áfengi er þekkt fyr­ir að valda horm­óna­ó­jafn­vægi, auka fram­leiðslu húðfeit­is, bæla ónæmis­kerfið (sem held­ur bólu­bakt­eríu í skefj­um) og ýta und­ir bólgu. Við áfeng­isneyslu tap­ast einnig steinefnið sink, sem hjálp­ar til við að draga úr ból­um. 
  6. Eðli­leg­ur gró­andi og minni lík­ur á sýk­ingu því ónæm­is­bæl­ing er einn fylgi­fisk­ur áfeng­isneyslu, en fólki sem neyt­ir mik­ils áfeng­is er hætt­ara við sýk­ing­um auk þess sem sár eru leng­ur að gróa. Þá geta sveppa­sýk­ing­ar, t.d. fót­svepp­ir, nagl­svepp­ir og húðsveppa­sýk­ing náð sér á strik vegna ónæm­is­bæl­andi áhrifa. 
  7. Ung­legri húð og jafn­ari áferð því áfengi hæg­ir á frumu­end­ur­nýj­un og ný­mynd­un kolla­gens ásamt því að eyða andoxun­ar­efn­um úr húðinni og fjölga svo­kölluðum AGE-sam­eind­um. Allt þetta er þekkt fyr­ir að ýta und­ir öldrun húðar­inn­ar og auka lík­ur á lita­breyt­ing­um. Eitr­un­ar- og æðavíkk­andi áhrif áfeng­is geta einnig valdið háræðaslit­um og rauðum litl­um blett­um víða á húðinni. 

Hversu mik­il áhrif áfengi hef­ur á húðina er vissu­lega ein­stak­lings­bundið og ræðst m.a. af áfeng­is­magni, erfðum og lengd neyslu. Ein­hver get­ur verið smeyk­ur að taka skrefið í átt að vín­laus­um eða vín­litl­um lífs­stíl, en þeir sem hafa fetað þann veg vita að hinum meg­in bíður skýr hug­ur og skap­andi hjarta, líkt og heim­spek­ing­ur­inn Gunn­ar Her­sveinn fjall­ar um í ný­út­kom­inni  bók sinni, Vend­ing. Mig lang­ar hér að bæta við ljóm­andi húð - því það sést sann­ar­lega oft fyrst á húðinni hver drekka áfengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda