Winfrey slítur samstarfi við WeightWatchers

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Samtökin WeigthWatchers tilkynntu á fimmtudag að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey væri búin að segja sig úr stjórn samtakanna. Winfrey hefur verið stjórnarmeðlimur í hartnær tíu ár.

Engin opinber ástæða hefur verið gefin út en Winfrey greindi víst frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni. Talsmenn WeightWatchers segja ákvörðunina ekki tengjast ágreiningi né nokkru sem tengist rekstri, stefnu eða starfsháttum þeirra.

Í yfirlýsingu frá WeightWatchers segir: „Winfrey hefur ávallt verið hvetjandi og áhugasamur talsmaður, bæði fyrir meðlimi okkar og samfélagið, þá sérstaklega þegar kemur að því að efla umræðu er snýr að heilsu og þyngd,” sagði forstjóri samtakanna Sima Sistani. 

Ákvörðun Winfrey um að slíta langtímasambandi sínu við Weightwatchers kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún viðurkenndi að hafa notfært sér megrunarlyf til að grennast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda