Er þetta rósroði eða eitthvað allt annað?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni og á Húðvakt­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá 72 ára gam­alli konu sem vakn­ar með litl­ar ból­ur í kinn­un­um. 

Heil og sæl Jenna Huld. 

Ég vakna með pínu litl­ar ból­ur á kinn­um sem svo sjatn­ar í og þær hverfa yfir dag­inn. Þetta lík­ist rós­roða. Ég tek of­næmistöfl­ur stund­um, en þessi ein­kenni virðast koma þrátt fyr­ir það. Ég borðaði frost­p­inna, með litar­efn­um, um dag­inn og fékk mik­il viðbrögð. Ég borða ekki glút­en, mjólk­ur­vör­ur, forðast mat og húðvör­ur með nikk­eli. Ég er 72 ára. Þetta hef­ur verið svona und­an­far­in ár. Áttu ein­hver svör handa mér? 

Kær kveðja, 

ÓL

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Það er erfitt að meta út frá þess­um upp­lýs­ing­um hvað er í gangi. Mér finnst samt ágisk­un þín um að þetta sé rós­roði hljóma lík­lega. Þarf samt að sjá út­brot­in/​ból­urn­ar áður til að gefa grein­ingu. Þetta væri al­veg kjörið til­felli fyr­ir nýju fjar­lækn­ingaþjón­ust­una okk­ar, hudvakt­in.is. Þar get­urðu nefni­lega sent okk­ur þessa lýs­ingu á ein­kenn­um þínum og tvær mynd­ir af ein­kenn­un­um líka og færð svar inn­an 48 klukku­tíma. Ann­ar mögu­leiki væri að panta tíma á stofu hjá húðlækni. 

Gangi þér vel,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda