Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og á Húðvaktinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 72 ára gamalli konu sem vaknar með litlar bólur í kinnunum.
Heil og sæl Jenna Huld.
Ég vakna með pínu litlar bólur á kinnum sem svo sjatnar í og þær hverfa yfir daginn. Þetta líkist rósroða. Ég tek ofnæmistöflur stundum, en þessi einkenni virðast koma þrátt fyrir það. Ég borðaði frostpinna, með litarefnum, um daginn og fékk mikil viðbrögð. Ég borða ekki glúten, mjólkurvörur, forðast mat og húðvörur með nikkeli. Ég er 72 ára. Þetta hefur verið svona undanfarin ár. Áttu einhver svör handa mér?
Kær kveðja,
ÓL
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Það er erfitt að meta út frá þessum upplýsingum hvað er í gangi. Mér finnst samt ágiskun þín um að þetta sé rósroði hljóma líklega. Þarf samt að sjá útbrotin/bólurnar áður til að gefa greiningu. Þetta væri alveg kjörið tilfelli fyrir nýju fjarlækningaþjónustuna okkar, hudvaktin.is. Þar geturðu nefnilega sent okkur þessa lýsingu á einkennum þínum og tvær myndir af einkennunum líka og færð svar innan 48 klukkutíma. Annar möguleiki væri að panta tíma á stofu hjá húðlækni.
Gangi þér vel,
Jenna Huld Eysteinsdóttir
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR.