Er hægt að læknast af kvíða?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hægt sé að læknast af kvíða. 

Sæl

Er hægt að læknast af kvíða?

Kveðja, Sigga

Sæl Sigga. 

Kvíði getur verið gagnlegur og nauðsynlegur fyrir okkur og því tölum við ekki um að læknast af kvíða eða losna við hann. Við viljum frekar ná stjórn á kvíðanum, þannig að hann verði ekki of mikill og fari að stjórna/hamla okkur. Það getur verið hjálplegt að finna fyrir smá kvíða fyrir próf sem gerir það ef til vill að verkum að við undirbúum okkur betur fyrir prófið. En á sama tíma getur það verið hamlandi fyrir okkur að finna fyrir óstjórnlegum kvíða sem veldur því að við förum að finna fyrir líkamlegum kvíðaeinkennum og/eða reynum að koma okkur undan því að mæta í prófið.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum (börnum og fullorðnum) að ná stjórn á kvíðanum sínum. Meðferðin er tvíþætt, unnið er með hugsanaskekkjur annars vegar og berskjöldun (takast á við óttann með því að mæta honum) hins vegar. Þó ber að hafa í huga að börn þurfa að hafa náð ákveðnum þroska áður en hægt er að vinna með þau á þennan hátt, þau eiga oft erfitt með að skoða hugsanir sínar og skilja tengslin á milli hugsana og tilfinninga. Einnig er það sem svo að atburður/hlutur sem er kvíðavaldandi fyrir einn einstakling veldur ekki endilega öðrum einstaklingi kvíða. Einnig er ekki víst að sami atburðurinn valdi okkur ítrekað kvíða. Hugsanir okkar og túlkanir á atburðinum stjórna því hvernig okkur líður. Við finnum fyrir kvíða ef túlkun okkar á aðstæðunum gefur til kynna að ástæða sé til að óttast eitthvað.

Vona að þetta svari spurningu þinni. 

Bestu kveðjur,

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu Rut spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda